Aumingjasamfélag!
Núna undanfarna daga hef ég ásamt Stiftamtmanninum og Keðjunni gengið í fyrirtæki í þeim tilgangi að safna auglýsingum til styrktar okkur Frömurum. Við komu okkar að skipti/upplýsingaborðum hinna ýmsu fyrirtækja höfum við haft það fyrir sið að biðja um að fá að tala við þann sem sér um markaðsmál fyrirtækisins. Nánast undantekningalaust höfum við fengið þau svör að hann sé; a) ekki við eins og er, b) farinn heim, c) í fríi. Oft er okkur bent á að koma aftur á morgun. Við gerum það en fáum þá sömu svör og daginn áður. Þá spyrjum við hvort að við getum fengið að tala við einhvern annan en það heyrir til algerra undantekninga ef ein einasta hræða er mætt til vinnu í fyrirtækjum borgarinnar. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar séu upp til hópa hinir mestu aumingjar. Þá undanskil ég verkamenn landsins sem grafa fyrir okkur skurðina, þeir standa svo sannarlega fyrir sínu. Einnig furða ég mig á því hvernig í andskotanum Ísland getur verið í hópi fimm ríkustu landa heims. Ha Hannes fokking Hommsteinn? Svaraðu því! Ég veit að þú hefur skrifað bók um það hvernig Ísland getur orðið ríkasta land í heimi. Ég hef meira að segja lesið hana og tímanum sem ég eyddi í þann viðbjóð hefði verið betur varið í að lesa ævisögu Valtýs Björns.
Jæja best að fara að koma sér á æfingu. Við erum með nýjan þjálfara, rúmenskan að uppruna. Þjálfarinn leggur mikið upp úr því að það sé gaman á æfingum. Reyndar er enskuframburður hans ekki upp á marga fiska þannig að þegar hann ætlar að segja "come on, come on!!!" þá kemur það út úr honum sem "gaman, gaman!!!". Já þetta er stórskemmtilegt.
Later!
Núna undanfarna daga hef ég ásamt Stiftamtmanninum og Keðjunni gengið í fyrirtæki í þeim tilgangi að safna auglýsingum til styrktar okkur Frömurum. Við komu okkar að skipti/upplýsingaborðum hinna ýmsu fyrirtækja höfum við haft það fyrir sið að biðja um að fá að tala við þann sem sér um markaðsmál fyrirtækisins. Nánast undantekningalaust höfum við fengið þau svör að hann sé; a) ekki við eins og er, b) farinn heim, c) í fríi. Oft er okkur bent á að koma aftur á morgun. Við gerum það en fáum þá sömu svör og daginn áður. Þá spyrjum við hvort að við getum fengið að tala við einhvern annan en það heyrir til algerra undantekninga ef ein einasta hræða er mætt til vinnu í fyrirtækjum borgarinnar. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar séu upp til hópa hinir mestu aumingjar. Þá undanskil ég verkamenn landsins sem grafa fyrir okkur skurðina, þeir standa svo sannarlega fyrir sínu. Einnig furða ég mig á því hvernig í andskotanum Ísland getur verið í hópi fimm ríkustu landa heims. Ha Hannes fokking Hommsteinn? Svaraðu því! Ég veit að þú hefur skrifað bók um það hvernig Ísland getur orðið ríkasta land í heimi. Ég hef meira að segja lesið hana og tímanum sem ég eyddi í þann viðbjóð hefði verið betur varið í að lesa ævisögu Valtýs Björns.
Jæja best að fara að koma sér á æfingu. Við erum með nýjan þjálfara, rúmenskan að uppruna. Þjálfarinn leggur mikið upp úr því að það sé gaman á æfingum. Reyndar er enskuframburður hans ekki upp á marga fiska þannig að þegar hann ætlar að segja "come on, come on!!!" þá kemur það út úr honum sem "gaman, gaman!!!". Já þetta er stórskemmtilegt.
Later!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home