24.2.04

Hvað er málið?
Ég er hneykslaður á íslensku réttarkerfi. Í dag var gæinn sem framdi vopnað bankarán í Sparisjóði Kópavogs í maí dæmdur í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Come on! Gæinn stökk hann yfir afgreiðsluborð í gjaldkerastúku, ógnaði starfsfólki með hnífi og hrifsaði úr skúffu 900.000 krónur í peningaseðlum sem hann hafði á brott með sér. Hann játaði brot sitt en sagði að sér hefði með vissum hætti verið hótað vegna fíkniefnaskuldar sinnar. Mér er bara andskotans sama. Þessi gæi fremur vopnað bankrán og sleppur án þess að þurfa að sitja inni svo mikið sem einn dag. Maður þekkir nú menn sem hafa fengið lengri og þyngri dóma fyrir talsvert mikið minni sakir. Þetta er náttúrulega allt of linur dómur og mér er andskotans sama þó hann hafi játað brot sitt og farið í meðferð og eitthvað. það bætir ekki upp að hann framdi vopnað bankarán for crying outloud! Áfrýjum þessu til Hæstaréttar segi ég!
Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home