23.2.04

Steypuför
Í gær fór ég í Egilshöllina á leik Fram og Skagans. Ekki var ég mættur til að spila heldur til að horfa á. Það vakti mikla lukku áhorfenda að sjá hinn sköllótta Kristján Brooks í framlínu Safamýrarliðsins. Kristján er sem kunnugt er hættur í fótbolta en var fenginn á síðustu stundu til að spila leikinn í gær þar sem hreint ótrúleg forföll voru í herbúðum stórliðsins. Kristján var ekkert að hika við hlutina heldur mætti með markaskóna og skoraði fyrsta mark leiksins. Það dugði hins vegar ekki til því Skagamenn skoruðu 5 mörk í leiknum gegn aðeins 2 mörkum Framara. Seinna mark Safamýrarrisans skoraði hinn stórskemmtilegi markvörður 2. flokks Eyþór. Eyþór þessi var settur í senterinn á lokakafla leiksins og undirstrikaði það steypuna sem var í gangi. Sú skipting var hins vegar greinilega snilldarlega úthugsuð hjá hinum rúmenska Ion G. Heyrst hafa raddir um að í næsta leik, sem er á föstudaginn á móti ÍBV verði þeir Nökkvi og Jónatan saman í framlínunni. Það kemur í ljós.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home