19.10.07

Vökumet!
Eins og áður hefur komið fram á þessu ömurlega bloggi þá blogga ég ekki oft. Nú tel ég hins vegar ærið tilefni til bloggs.
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef tapað geðheilsunni.
Minn ágæti félagi Stiftamtmaðurinn hringdi í mig í dag um fjögurleytið (ég á við klukkan 1600 í gær) og tilkynnti mér það að hann hefði verið að uppgötva að við ættum að skila 30% heimaprófi klukkan 0800 morguninn eftir (sem sagt fyrir hálftíma síðan). Þetta kom mér vissulega í opna skjöldu en vakti engu að síður kátínu mína (mér er ekki hlátur í huga lengur). Heimprófið hófst sem sagt daginn áður þ.e. þann 17. þessa mánaðar en við höfðum ekki hugmynd um það og í staðinn fyrir að vera að vinna í að svara prófspurningunum þá horfði Stiftið á videó og svaf allan daginn en ég svaf og var úti að smíða pall og eitthvað rugl.
Þetta er að verða mjög skemmtileg saga já já. Sem sagt blablabla - löng saga stutt. Nú er ég sem sagt búinn að vera vakandi í tæpa 30 klukkutíma og ég held að það sé bara persónulegt met. Ég veit að ég kemst ekki með hælana þar sem Stiftið og Hagnaðið hafa hælana, ég kemst ekki einu sinni með tærnar þar sem þeir hafa hælana - þeir settu eitthvað ógurlegt vökumet fyrir mörgum árum þegar menn fylgdust af kapp með NBA úrslitakeppnum, gott ef að San Antonio hafa ekki orðið meistarar. Fókus - löng saga stutt.
Ég er sem sagt búinn að skila heimaprófinu núna en er búinn að tapa geðheilsunni og er eiginlega orðinn veikur líka (Gústa-style). Þetta getur ekki talist góður undirbúningur undir KSÍ-hófið sem fram fer í kvöld (á eftir). Ég er þess vegna farinn að sofa.
Góða nótt???

7 Comments:

Blogger Sólskinsfífl nútímans said...

30 tíma vakandi er vikulegur viðburður í mínu lífi - heldur manni á tánum.

19 október, 2007 14:36  
Blogger G-Sus said...

Shiii.. lít inná þessa síðu í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma og þá ertu bara einmitt búinn að blogga. Shiii...

En annars bara ekkert meira.

20 október, 2007 11:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Einu sinni vakti ég í 17 klukkutíma.

22 október, 2007 20:32  
Anonymous Nafnlaus said...

http://blogg.central.is/oldusel97?page=news

05 nóvember, 2007 14:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Daði á ekki að mæta á reunionið kveðja Haukur Árni

06 nóvember, 2007 17:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Menn þurfa sannarlega að segja hvort hringt sé í þá um fjögurleytið að degi til eða nóttu!

Kveðja, Henrik.

07 nóvember, 2007 00:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Haukur: Ég mæti

Henriiik: Menn þurfa svo sannarlega að taka það fram.

07 nóvember, 2007 20:03  

Skrifa ummæli

<< Home