23.10.06

Nýr linkur
Hlutirnir gerast hægt á þessari síðu og sem afleiðing af því hef ég fyrst nú látið verða af því að bæta inn tengli á sólskinsfíflið. Fífl það er þekktara undir nafninu Stiftamtmaðurinn.
Fífl þetta er tiltölulega nýbyrjað með þessa síðu en er þó enginn nýgræðingur í bloggi þar sem kommentakerfi annarra manna bloggsíðna hafa verið vettvangur málefnalegra skoðanayfirlýsinga þess undanfarin misseri. Téð fífl er annars líka þekkt af því að fremja hryðjuverk í skjóli nætur og semja ljóð í annarra manna nafni í þeim tilgangi einum að lýsa upp grámyglulegan hversdagsleika almúgans.
Eitt er víst að sólskinsfíflið er allavega algjört fífl og svei mér þá ef það kemst ekki auðveldlega með tærnar þar sem keðjufíflið hefur hælana, eða stendur því jafnvel jafnfætis.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fallegt ljóðið sem þú samdir og er ljóð dagsins 23.okt!

24 október, 2006 00:41  

Skrifa ummæli

<< Home