13.10.06

Flugmóðurskip - tundurspillir - friðarspillir
Hafið þið pælt í því að Yoko Ono kemur hingað til lands í vikunni og boðar frið og spjallar um friðarsúlu sem hún ætlar að reisa í Viðey...og hvað gerist þá? Jú, Bandaríkjamenn mæta á svæðið og stilla upp einu stykki risavöxnu flugmóðurskipi í Sundahöfn og blokka þannig sýn höfuðborgarbúa á Viðeynna. Táknrænt? Það má segja það.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég hef ranglega verið nefndur kommúnisti.

3 Comments:

Blogger Linda said...

Maður hvílir síðuna í nokkra daga en svo dettur maður í von og óvon um að eitthvað nýtt muni birtast og viti menn fleiri fleiri færslur og þvílík tilviljun en þá fór ég einmitt í IKEA í dag!

15 október, 2006 00:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður kemur ekki með svona blogg og segist síðan ekki vera kommúnisti. Það er svona eins og að þú myndir segja ,,mér finnst rassinn á Viðari geðveikt flottur" og fara síðan í bíó með Heiðu.

15 október, 2006 21:19  
Blogger Buffhrúturinn said...

Linda: hittirðu nokkuð Skarpa eða Kristján Pál? Eða kannski Nökkva??

Keðjan: Slakaðu á með þennan rass!

16 október, 2006 23:51  

Skrifa ummæli

<< Home