Hvar er Raggi?
Sælt veri fólkið! Þið hélduð kannski að ég væri hættur að blogga en það er nú aldeilis ekki svo.
Tilefni þessa bloggs er að ég var að finna þessa mynd hér að neðan.
Myndin er tekin út um glugga á veitingastað rétt hjá Tower of London. Einhverjir eru sjálfsagt núna búnir að átta sig á því að myndin var tekin í London en þangað fórum við Heiða einmitt í haust.
Ástæða þess að ég smellti af og myndaði þennan ókunnuga mann er sú að hann er hreint ótrúlega ólíkur Ragga Árna. Svo líkur er maðurinn Ragga að halda mætti að hér sé Raggi sjálfur mættur. Ég get reyndar ekki fullyrt að svo sé ekki.
Later!
Sælt veri fólkið! Þið hélduð kannski að ég væri hættur að blogga en það er nú aldeilis ekki svo.
Tilefni þessa bloggs er að ég var að finna þessa mynd hér að neðan.
Myndin er tekin út um glugga á veitingastað rétt hjá Tower of London. Einhverjir eru sjálfsagt núna búnir að átta sig á því að myndin var tekin í London en þangað fórum við Heiða einmitt í haust.
Ástæða þess að ég smellti af og myndaði þennan ókunnuga mann er sú að hann er hreint ótrúlega ólíkur Ragga Árna. Svo líkur er maðurinn Ragga að halda mætti að hér sé Raggi sjálfur mættur. Ég get reyndar ekki fullyrt að svo sé ekki.
Later!
2 Comments:
Gaman að sjá þetta hjá þér drengur. Þetta getur þú og spúsa þín líka. Sannarlega líkt Ragga en maður hlýtur að spyrja sig ,,hvar er Nökkvi?".
Bið að heilsa Óla og hlustaðu nú á hann og farðu rólega í jarðaberjasjeikinn.
Þetta er hressandi mynd... Í fyrstu var ég viss um að þetta væri Raggi. Síðan var ég eiginlega kominn á það að þetta væri líkara Hauki Snæ. Því næst fannst mér þetta nokkuð líkt Jack Bauer. En að lokum aftur Raggi.
Skrifa ummæli
<< Home