24.2.05

Hræsni
Ég brá mér í Laugar í gær sem er reyndar ekki í frásögur færandi. Ég ætla samt að færa það í frásögu. Þannig var að við Keðjan vorum á leið til búningsherbergja eftir gott útihlaup í Laugardalnum. Á vegi okkar varð formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, maður sem gefur sig út fyrir að vera forystumaður jafnaðarmanna á Íslandi. Fyrir þá sem það ekki vita þá eru tveir karlaklefar í Laugum. Annar klefinn (til vinstri) er fyrir almúgann sem á líkamsræktarkort af ódýrari gerðinni (t.d. árskort á c.a. 40 þús) en hinn klefinn (til hægri) er fyrir yfirstéttina, menn á borð við Kára Stefáns, sem eiga dýrari lúxuskort (t.d. árskort á c.a. 140 þús). Maður skildi ætla að jafnaðarmaðurinn Össur léti sér nægja auðmjúkar vistarverur og sturtuklefa almúgans en annað kom á daginn og vakti það mikinn viðbjóð í hugum okkar Keðjunnar er við urðum vitni að því að Össurinn tók skarpa hægri beygju og hljóp á harðaspretti inn í yfirstéttarklefann. Engu líkara var en að hann skammaðist sín og vildi ekki láta til sín sjást. Spurning hvort boðið sé upp á kavíar og ostrur í yfirstéttarklefanum því ekki hefur bumban látið á sjá hjá hlunknum.
Já og Nökkvi bara byrjaður að æfa aftur.
Later,
Handlaginn heimilisfaðir

11.2.05

24
Nei ekki Kiefer heldur Buffið. Ég vil nota þetta tækifæri sem mér gefst hér á alnetinu til að óska sjálfum mér til hamingju með afmælið. Einnig vil ég nota tækifærið og minna á það að Steini hyggst halda upp á afmælið mitt og býður hann til veislu heima hjá Atlanum, þ.e. í Partýhöllinni. Þeim sem þetta lesa er velkomið að kíkja. Þessa stundina er ég að belgja mig út af súkkulaðibombuköku sem mín frábæra Heiða Fel bakaði handa mér. Verði eitthvað eftir af kökunni í hádeginu verð ég með opið hús milli 1145 og 1227. Fólk (Eiki) getur mætt og horft á Nágranna og gert ýmislegt sér til skemmtunar meðan á þessu opna húsi stendur.
Jæja ég set later á þetta í bili, sjáumst í Partýhöllinni.