24.2.05

Hræsni
Ég brá mér í Laugar í gær sem er reyndar ekki í frásögur færandi. Ég ætla samt að færa það í frásögu. Þannig var að við Keðjan vorum á leið til búningsherbergja eftir gott útihlaup í Laugardalnum. Á vegi okkar varð formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, maður sem gefur sig út fyrir að vera forystumaður jafnaðarmanna á Íslandi. Fyrir þá sem það ekki vita þá eru tveir karlaklefar í Laugum. Annar klefinn (til vinstri) er fyrir almúgann sem á líkamsræktarkort af ódýrari gerðinni (t.d. árskort á c.a. 40 þús) en hinn klefinn (til hægri) er fyrir yfirstéttina, menn á borð við Kára Stefáns, sem eiga dýrari lúxuskort (t.d. árskort á c.a. 140 þús). Maður skildi ætla að jafnaðarmaðurinn Össur léti sér nægja auðmjúkar vistarverur og sturtuklefa almúgans en annað kom á daginn og vakti það mikinn viðbjóð í hugum okkar Keðjunnar er við urðum vitni að því að Össurinn tók skarpa hægri beygju og hljóp á harðaspretti inn í yfirstéttarklefann. Engu líkara var en að hann skammaðist sín og vildi ekki láta til sín sjást. Spurning hvort boðið sé upp á kavíar og ostrur í yfirstéttarklefanum því ekki hefur bumban látið á sjá hjá hlunknum.
Já og Nökkvi bara byrjaður að æfa aftur.
Later,
Handlaginn heimilisfaðir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home