31.10.05

Alltaf í símanum
Það kann að koma á óvart en undirritaður Buffhrútur er skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum. Það kom meira segja Buffhrútnum sjálfum mjög á óvart þegar hann komst að því um daginn. En hvað um það, þá er það staðreynd sem lýsir sér einna helst í því að Buffhrútnum hafa borist alls konar framboðsbæklingar og fleira "skemmtilegt" inn um lúguna undanfarna daga. Það sem er enn skemmtilegra er að Buffhrúturinn finnur fyrir auknum vinsældum og persónufylgi. Hringingum í síma Buffhrútarins frá ókunnugum ungum stúlkum hefur nefnilega fjölgað mikið undanfarna daga þ.e.a.s. fjölgað úr engri símhringingu í nokkrar. Fyrst var hringt frá framboði Bolla Thoroddsen en þar var reyndar á ferð Bolli sjálfur. Því næst hringdu ungar stúlkur á vegum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Kjartans Magnússonar og nú síðast Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur núna rétt áðan. Þessi símtöl hafa verið hvert öðru skemmtilegra og hefur mér gefist tækifæri á að eiga innihaldsríkar samræður um íslensk stjórnmál. Kann ég sjálfstæðismönnum miklar þakkir fyrir þetta en hyggst samt sem áður láta skrá mig úr flokknum við fyrsta tækifæri.
Þess má geta að bara núna á meðan ég var að skrifa þennan stutta pistil komu tveir framboðspésar inn um lúguna.
Já það er gaman að þessu lýðræði.
Skemmdarverk
Í Þessum töluðu orðum er brjálaður vopnaður hjólsög að fremja skemmdarverk á heimili mínu. Ég er ánægður með hann og hyggst greiða honum stórpening fyrir.
Fertugur kappi
Í dag fagnar merkismaðurinn Denis Irwin fertugsafmæli sínu. Þessi sigursælasti leikmaður í sögu Man. Utd. á sér dyggan stuðningsmann hér á Íslandi. Sá maður er oft kenndur við Svíþjóð og jafnvel kjötbollur. Til hamingju með kallinn Atli!! Njóttu dagsins.

28.10.05

75% úr klukkustund
Eftirfarandi sögu er beint til þeirra sem fara með samgöngumál í Reykjavíkurborg og einnig til hinna miklu veðurguða. Í morgun tók það mig, ungan dreng úr Breiðholti, 45 mínútur að komast í skólann. Nú kann að vera að einhverjir spyrji sig; "ha? er Buffhrúturinn í garðyrkjuskóla í Hveragerði eða er hann í FSU?" en nei svo er ekki. Það tók Buffhrútinn 45 mínútur að keyra úr Breiðholtinu vestur í Háskóla Íslands. Þetta er náttúrulega ekki hægt og nú þurfa samgönguyfirvöld og veðurguðirnir klárlega að fara að taka til í rassgatinu á sér, því annars kynni einhver að segja að það væri fullt af skít.
Annars var enn meira svekkjandi að þegar ég loksins var mættur í skólann tók á móti mér tómur salur 2 í Háskólabíói. Þá féll kennsla niður vegna málstofa sem standa yfir í allan dag. Hressandi.
Svo er förinni heitið í minn fyrsta "kokteil" eða vísindaferð eins og ég kýs að kalla það að hætti stjórnmálafræðinga. Förinni er heitið í höfuðstöðvar ESSO og verður þar drukkið út á óhreina olíusamráðspeninga. Gaman að því.

26.10.05

Nýtt útlit
Það er allt að gerast og síðan komin með nýtt útlit. Það eru aðeins tveir hængir á. Allir linkar duttu út en ég mun vinna í því að bæta þeim inn að nýju. Svo hurfu öll kommentin þannig að ég vil endilega biðja fólk að endurtaka kommentin sín. Sérstaklega vil ég benda Henrik á að láta fyrstu ljóðlínuna flakka aftur.
Lo!
Ég var búinn að gleyma þessari snilld.
Nýr bloggari
Nýr bloggari en gamall þó. Tékkið á þessu.

25.10.05

Athugasemd
Við skulum átta okkur á því að Daníel Ágúst Haraldsson er bóhem.
Flott!
Gaman að þessu, ég skrifa pistil um Londonferð á sunnudaginn sem birtist svo bara allt í einu upp úr þurru í dag. Hvar værum við án nútíma tækni.
DRASL!
Virkaðu helvítið þitt!!!
Djöfulsins blogger drasl!

23.10.05

Þetta er rétt að byrja!
Langt er síðan bloggað var af viti. Hvað skyldi svo hafa á daga mína drifið á þessum tíma? Ég vil nú bara helst ekkert tala um það. Jæja ok þið vitið þetta svo sem allt. Við féllum og töpuðum bikarúrslitaleik. Hohoho voða fyndið Stiftamtmaður. Já alveg rétt svo hófum við Heiða líka nám í lögfræði. Mér lýst svona ágætlega á það. Enn sem komið er hefur þetta verið svona misáhugavert, sumt sem sagt áhugaverðara en annað. Fyrsta prófið var í gær, inngangur að lögfræði. Það gekk bara nokkuð vel og bjartsýni ríkir.
Að loknu leiðinlegasta sumri sem ég man eftir var sem sagt nauðsynlegt að lyfta sér rækilega upp. Við Heiða ákváðum með mjög stuttum fyrirvara að skella okkur til London. Í stuttu máli var ferðin hin mesta snilld. Við gistum frá fimmtudegi til þriðjudags á hinu stórglæsilega Royal Eagle hóteli. Fyrir þá sem þekkja til í London þá er það alveg við Paddington-lestarstöðina. Og hvað var svo gert? Jú við fórum allmargar verslunarferðir á Oxford Street og Regent Street og keyptum ýmislegt dót. Tókum svo túristapakkann á þetta og skoðuðum þetta helsta; Big Ben og Þinghúsið, Buckingham Palace, Westminster Abbey, Tower of London og hvað þetta heitir allt saman. Já það held ég nú. Svo fórum við líka á Madame Tussauds's vaxmyndasafnið og á markað í Notting Hill og fleira. Ekki má gleyma því að við fórum á söngleikinn We Will Rock You, sem er söngleikur byggður á tónlist Queen-manna. Það var ansi magnað og í lokin sungu um tvö þúsund manns í Dominion leikhúsinu saman lagið góða We are the Champions. Góð skemmtun þar á ferð. Ekki má gleyma því að við fórum og skoðuðum Highbury, heimavöll erkifjendanna í Arsenal. Þannig er mál með vexti að hann Kiddi Yo er nýbyrjaður að vinna sem vallarstarfsmaður þar og við hittum hann og hann sýndi okkur völlinn. Gaman að koma þarna og skoða þetta þó maður sé náttúrulega eldheitur United-maður (og Heiða Liverpool!!!). Þetta var sem sagt hin mesta skemmtun, borðaður góður matur og drukkinn einstaka bjór. Eitt kvöldið lentum við á borði við hliðina á manni sem var einn að borða. Hann reyndist vera Norðmaður og auk þess einstaklega drukkinn og hress. Hann hafði farið á Fulham-United fyrr um daginn en var eitthvað einmana vegna þess að konan hans og vinir hans höfðu stungið hann af og blablabla. Við tókum hann því upp á okkar arma og drógum hann með okkur á næsta pub þar sem við drukkum á hans kostnað - að sjálfsögðu! Þetta var sem sagt hin mesta snilldarferð og löngunin til að flytja til útlanda er að verða allnokkur. Það er allavega ljóst að það verður kíkt eitthvert í svipaða ferð áður en langt um líður.
Að lokum vil ég óska vinum mínum þeim Hauki Hagnaði og Hörpu innilega til hamingju með væntanlegan Knút L. Hauksson. Og ekki má gleyma Adda og Ingibjörgu. Til hamingju allir
Pé ess þessum pistli áttu að fylgja myndir frá London en það klikkaði eitthvað en þær koma bara seinna.
Loksins
Fyrst að þetta blogger drasl er farið að virka þá ætla ég að henda hérna inn einum litlum London pistli.
Andskotans blogger!
Ég veit ekki hver andskotinn er að þessu djöfulsins blogger drasli, afsakið orðbragðið. Allavega þá gerði ég um daginn all margar tilraunir til að endurvekja feril minn sem bloggara en blogger bara hreinlega neitaði að birta það sem ég skrifaði. Ég var búinn að skrifa rosa merkilegan pistil um það sem á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast, endur fyrir löngu. Ég sagði m.a. frá ferðinni okkar Heiðu til London og setti inn myndir og svona en ekkert gerðist. Segi kannski betur frá ferðinni einhvern tíma seinna. Fyrst ætla ég að sjá til hvort að þetta sem ég er að skrifa núna kemst á netið.