Alltaf í símanum
Það kann að koma á óvart en undirritaður Buffhrútur er skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum. Það kom meira segja Buffhrútnum sjálfum mjög á óvart þegar hann komst að því um daginn. En hvað um það, þá er það staðreynd sem lýsir sér einna helst í því að Buffhrútnum hafa borist alls konar framboðsbæklingar og fleira "skemmtilegt" inn um lúguna undanfarna daga. Það sem er enn skemmtilegra er að Buffhrúturinn finnur fyrir auknum vinsældum og persónufylgi. Hringingum í síma Buffhrútarins frá ókunnugum ungum stúlkum hefur nefnilega fjölgað mikið undanfarna daga þ.e.a.s. fjölgað úr engri símhringingu í nokkrar. Fyrst var hringt frá framboði Bolla Thoroddsen en þar var reyndar á ferð Bolli sjálfur. Því næst hringdu ungar stúlkur á vegum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Kjartans Magnússonar og nú síðast Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur núna rétt áðan. Þessi símtöl hafa verið hvert öðru skemmtilegra og hefur mér gefist tækifæri á að eiga innihaldsríkar samræður um íslensk stjórnmál. Kann ég sjálfstæðismönnum miklar þakkir fyrir þetta en hyggst samt sem áður láta skrá mig úr flokknum við fyrsta tækifæri.
Þess má geta að bara núna á meðan ég var að skrifa þennan stutta pistil komu tveir framboðspésar inn um lúguna.
Já það er gaman að þessu lýðræði.
Það kann að koma á óvart en undirritaður Buffhrútur er skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum. Það kom meira segja Buffhrútnum sjálfum mjög á óvart þegar hann komst að því um daginn. En hvað um það, þá er það staðreynd sem lýsir sér einna helst í því að Buffhrútnum hafa borist alls konar framboðsbæklingar og fleira "skemmtilegt" inn um lúguna undanfarna daga. Það sem er enn skemmtilegra er að Buffhrúturinn finnur fyrir auknum vinsældum og persónufylgi. Hringingum í síma Buffhrútarins frá ókunnugum ungum stúlkum hefur nefnilega fjölgað mikið undanfarna daga þ.e.a.s. fjölgað úr engri símhringingu í nokkrar. Fyrst var hringt frá framboði Bolla Thoroddsen en þar var reyndar á ferð Bolli sjálfur. Því næst hringdu ungar stúlkur á vegum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Kjartans Magnússonar og nú síðast Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur núna rétt áðan. Þessi símtöl hafa verið hvert öðru skemmtilegra og hefur mér gefist tækifæri á að eiga innihaldsríkar samræður um íslensk stjórnmál. Kann ég sjálfstæðismönnum miklar þakkir fyrir þetta en hyggst samt sem áður láta skrá mig úr flokknum við fyrsta tækifæri.
Þess má geta að bara núna á meðan ég var að skrifa þennan stutta pistil komu tveir framboðspésar inn um lúguna.
Já það er gaman að þessu lýðræði.
6 Comments:
Ég var líka skráður í hann af mér afvitandi í fyrra.
Æi, er einhver Stefán Pálsson hlaupinn í þig?
Hvað áttu við?
Vinstri græningi, á ég við.
Kommúnista-Daði?
Lengi hef ég verið kenndur við kommúnisma og á það sér sjálfsagt einhverjar rætur í háralitnum og tengslum mínum við skraddarann föður minn. Ég leik hins vegar tveimur (ef ekki fleiri skjöldum) og hyggst kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna í dag eða á morgun.
stokkhólmsheilkenni?
Skrifa ummæli
<< Home