28.10.05

75% úr klukkustund
Eftirfarandi sögu er beint til þeirra sem fara með samgöngumál í Reykjavíkurborg og einnig til hinna miklu veðurguða. Í morgun tók það mig, ungan dreng úr Breiðholti, 45 mínútur að komast í skólann. Nú kann að vera að einhverjir spyrji sig; "ha? er Buffhrúturinn í garðyrkjuskóla í Hveragerði eða er hann í FSU?" en nei svo er ekki. Það tók Buffhrútinn 45 mínútur að keyra úr Breiðholtinu vestur í Háskóla Íslands. Þetta er náttúrulega ekki hægt og nú þurfa samgönguyfirvöld og veðurguðirnir klárlega að fara að taka til í rassgatinu á sér, því annars kynni einhver að segja að það væri fullt af skít.
Annars var enn meira svekkjandi að þegar ég loksins var mættur í skólann tók á móti mér tómur salur 2 í Háskólabíói. Þá féll kennsla niður vegna málstofa sem standa yfir í allan dag. Hressandi.
Svo er förinni heitið í minn fyrsta "kokteil" eða vísindaferð eins og ég kýs að kalla það að hætti stjórnmálafræðinga. Förinni er heitið í höfuðstöðvar ESSO og verður þar drukkið út á óhreina olíusamráðspeninga. Gaman að því.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfulli er síðan þín að koma fersk inn. Held ég hendi link á þig við tækifæri.

31 október, 2005 10:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Það líst mér á.

31 október, 2005 12:36  

Skrifa ummæli

<< Home