Þetta er rétt að byrja!
Langt er síðan bloggað var af viti. Hvað skyldi svo hafa á daga mína drifið á þessum tíma? Ég vil nú bara helst ekkert tala um það. Jæja ok þið vitið þetta svo sem allt. Við féllum og töpuðum bikarúrslitaleik. Hohoho voða fyndið Stiftamtmaður. Já alveg rétt svo hófum við Heiða líka nám í lögfræði. Mér lýst svona ágætlega á það. Enn sem komið er hefur þetta verið svona misáhugavert, sumt sem sagt áhugaverðara en annað. Fyrsta prófið var í gær, inngangur að lögfræði. Það gekk bara nokkuð vel og bjartsýni ríkir.
Að loknu leiðinlegasta sumri sem ég man eftir var sem sagt nauðsynlegt að lyfta sér rækilega upp. Við Heiða ákváðum með mjög stuttum fyrirvara að skella okkur til London. Í stuttu máli var ferðin hin mesta snilld. Við gistum frá fimmtudegi til þriðjudags á hinu stórglæsilega Royal Eagle hóteli. Fyrir þá sem þekkja til í London þá er það alveg við Paddington-lestarstöðina. Og hvað var svo gert? Jú við fórum allmargar verslunarferðir á Oxford Street og Regent Street og keyptum ýmislegt dót. Tókum svo túristapakkann á þetta og skoðuðum þetta helsta; Big Ben og Þinghúsið, Buckingham Palace, Westminster Abbey, Tower of London og hvað þetta heitir allt saman. Já það held ég nú. Svo fórum við líka á Madame Tussauds's vaxmyndasafnið og á markað í Notting Hill og fleira. Ekki má gleyma því að við fórum á söngleikinn We Will Rock You, sem er söngleikur byggður á tónlist Queen-manna. Það var ansi magnað og í lokin sungu um tvö þúsund manns í Dominion leikhúsinu saman lagið góða We are the Champions. Góð skemmtun þar á ferð. Ekki má gleyma því að við fórum og skoðuðum Highbury, heimavöll erkifjendanna í Arsenal. Þannig er mál með vexti að hann Kiddi Yo er nýbyrjaður að vinna sem vallarstarfsmaður þar og við hittum hann og hann sýndi okkur völlinn. Gaman að koma þarna og skoða þetta þó maður sé náttúrulega eldheitur United-maður (og Heiða Liverpool!!!). Þetta var sem sagt hin mesta skemmtun, borðaður góður matur og drukkinn einstaka bjór. Eitt kvöldið lentum við á borði við hliðina á manni sem var einn að borða. Hann reyndist vera Norðmaður og auk þess einstaklega drukkinn og hress. Hann hafði farið á Fulham-United fyrr um daginn en var eitthvað einmana vegna þess að konan hans og vinir hans höfðu stungið hann af og blablabla. Við tókum hann því upp á okkar arma og drógum hann með okkur á næsta pub þar sem við drukkum á hans kostnað - að sjálfsögðu! Þetta var sem sagt hin mesta snilldarferð og löngunin til að flytja til útlanda er að verða allnokkur. Það er allavega ljóst að það verður kíkt eitthvert í svipaða ferð áður en langt um líður.
Að lokum vil ég óska vinum mínum þeim Hauki Hagnaði og Hörpu innilega til hamingju með væntanlegan Knút L. Hauksson. Og ekki má gleyma Adda og Ingibjörgu. Til hamingju allir
Pé ess þessum pistli áttu að fylgja myndir frá London en það klikkaði eitthvað en þær koma bara seinna.
Langt er síðan bloggað var af viti. Hvað skyldi svo hafa á daga mína drifið á þessum tíma? Ég vil nú bara helst ekkert tala um það. Jæja ok þið vitið þetta svo sem allt. Við féllum og töpuðum bikarúrslitaleik. Hohoho voða fyndið Stiftamtmaður. Já alveg rétt svo hófum við Heiða líka nám í lögfræði. Mér lýst svona ágætlega á það. Enn sem komið er hefur þetta verið svona misáhugavert, sumt sem sagt áhugaverðara en annað. Fyrsta prófið var í gær, inngangur að lögfræði. Það gekk bara nokkuð vel og bjartsýni ríkir.
Að loknu leiðinlegasta sumri sem ég man eftir var sem sagt nauðsynlegt að lyfta sér rækilega upp. Við Heiða ákváðum með mjög stuttum fyrirvara að skella okkur til London. Í stuttu máli var ferðin hin mesta snilld. Við gistum frá fimmtudegi til þriðjudags á hinu stórglæsilega Royal Eagle hóteli. Fyrir þá sem þekkja til í London þá er það alveg við Paddington-lestarstöðina. Og hvað var svo gert? Jú við fórum allmargar verslunarferðir á Oxford Street og Regent Street og keyptum ýmislegt dót. Tókum svo túristapakkann á þetta og skoðuðum þetta helsta; Big Ben og Þinghúsið, Buckingham Palace, Westminster Abbey, Tower of London og hvað þetta heitir allt saman. Já það held ég nú. Svo fórum við líka á Madame Tussauds's vaxmyndasafnið og á markað í Notting Hill og fleira. Ekki má gleyma því að við fórum á söngleikinn We Will Rock You, sem er söngleikur byggður á tónlist Queen-manna. Það var ansi magnað og í lokin sungu um tvö þúsund manns í Dominion leikhúsinu saman lagið góða We are the Champions. Góð skemmtun þar á ferð. Ekki má gleyma því að við fórum og skoðuðum Highbury, heimavöll erkifjendanna í Arsenal. Þannig er mál með vexti að hann Kiddi Yo er nýbyrjaður að vinna sem vallarstarfsmaður þar og við hittum hann og hann sýndi okkur völlinn. Gaman að koma þarna og skoða þetta þó maður sé náttúrulega eldheitur United-maður (og Heiða Liverpool!!!). Þetta var sem sagt hin mesta skemmtun, borðaður góður matur og drukkinn einstaka bjór. Eitt kvöldið lentum við á borði við hliðina á manni sem var einn að borða. Hann reyndist vera Norðmaður og auk þess einstaklega drukkinn og hress. Hann hafði farið á Fulham-United fyrr um daginn en var eitthvað einmana vegna þess að konan hans og vinir hans höfðu stungið hann af og blablabla. Við tókum hann því upp á okkar arma og drógum hann með okkur á næsta pub þar sem við drukkum á hans kostnað - að sjálfsögðu! Þetta var sem sagt hin mesta snilldarferð og löngunin til að flytja til útlanda er að verða allnokkur. Það er allavega ljóst að það verður kíkt eitthvert í svipaða ferð áður en langt um líður.
Að lokum vil ég óska vinum mínum þeim Hauki Hagnaði og Hörpu innilega til hamingju með væntanlegan Knút L. Hauksson. Og ekki má gleyma Adda og Ingibjörgu. Til hamingju allir
Pé ess þessum pistli áttu að fylgja myndir frá London en það klikkaði eitthvað en þær koma bara seinna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home