17.6.05

Gleðilega þjóðhátíð!
Brá mér í bæinn í dag með nokkrum öðlings Hrútum. Gríðarlega heitt var í veðri og man ég vart eftir öðru eins. Mér skilst að þetta sé heitasti þjóðhátíðardagur í sögu lýðveldisins. Hitti nokkra góða menn svo sem Beisa og Kastró.
Sá endursýninguna af Sylvíu Nótt. Þessir þættir eru ein risasteypa en eiga alveg góða spretti. Það var til dæmis nokkuð fyndið þegar hún var að taka viðtal við Geirmund Valtýsson.
Svo spila ég vonandi minn fyrsta leik fyrir Safamýrarstórveldið í sumar á Reyðarfirði á sunnudaginn. Þá eigum við bikarleik við Fjarðabyggð og eins gott að grípa tækifærið þegar það gefst.
Later.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home