9.5.05

Gauti Laxdal
Undanfarið hef ég fengið undarleg sms frá dularfullum aðila á undarlegustu tímum sólarhringsins. Síðasta sms kom klukkan 0130 í nótt og hljóðaði svo: "Vika í mót og þú með fullt rassgat af skít. Hálfvitinn þinn." Þetta sms var sent á netinu og sá óprúttni aðili sem það sendi greindi ekki frá nafni sínu. Sms-ið bar þó handbragð ákveðins einstaklings sem ekki verður nafngreindur hér.
Það er svo skemmtileg tilviljun að í kommentunum við síðustu færslu mína hér á síðunni kveður maður sem kallar sig Gauta Laxdal sér hljóðs. Skilaboð hans voru á þessa leið: "Daði Guðmundsson með fullt rassgat af skít!" Sjö mínútum seinna skrifar Stiftamtmaður nokkur skilaboð sem hljóðuðu svo: "Hvað er í gangi hérna?" Það er eðlilegt að Stiftamtmaðurinn spyrji þessarar spurningar enda er hann ekki Gauti Laxdal.....eða hvað?
Nú kynnu menn að spyrja sig, hver er þessi Gauti Laxdal? Aðrir (ekki margir) kynnu að spyrja sig, hver er þessi Stiftamtmaður eiginlega? Við þessum spurningum eru einföld svör. Gauti Laxdal er fyrrverandi leikmaður Fram í knattspyrnu. Stiftamtmaðurinn er fyrrverandi leikmaður Fram í knattspyrnu. Gauti Laxdal er örvfættur. Stiftamtmaðurinn er örvfættur. Gauti var valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins árið 1986, sama ár og Gummi Torfa var valinn besti leikmaður mótsins. Stiftamtmaðurinn var (og er) geysiefnilegur leikmaður sem lék geysivel undir stjórn hins sama Gumma Torfa árið 2000. Frammistaða hans skilaði honum ekki titlinum efnilegasti maður Íslandsmótsins en hann var ekki langt frá því. Gauti Laxdal átti við meiðsli að stríða, hætti knattspyrnuiðkun (um tíma) og einbeitti sér að háskólanámi. Stiftamtmaðurinn hefur átt við meiðsli að stríða og hefur lagt skóna á hilluna (tímabundið) og einbeitir sér nú að háskólanámi.
Það er sem sagt gríðarlega margt sem tengir þessa tvo heiðursmenn saman, eiginlega ótrúlega margt. Skyldu þeir nokkuð vera einn og sami maðurinn? Maður spyr sig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Halló Buffhrútur!
ÉG ætla bara að biðja þig vinsamlega um að taka út þessar vangaveltur þínar um Gauta Laxdal. Hann er enginn "stiftamtmaður" ??heldur reyndar fyrrum leikmaður í Fram og KA, eins og þú tekur fram. Einnig er hann bæklunarskurðlæknir - og þriggja barna faðir! Mér finnst ansi leiðinlegt (og fáránlegt í raun) að lesa þess háttar vitleysu sem þú ert búinn að setja um eiginmann minn hér inná bloggið þitt og bið þig vinsamlega um að "deleta" þessu. Veistu þegar þú ímyndar þér að Gauti eigi að hafa verið að senda þér e-r sms- skilaboð þá vorum við fjölskyldan búsett í Gautaborg og hann á kafi í þremur vinnum þar t.d. að sjá um stærsta liðið í sænsku deildinni (sem liðslæknir)!! Þannig vill einnig til að hann veit ekki einu sinni hver þú ert vinur?!

Ég yrði þakklát ef þú eyddir þessum texta um Gauta. Takk, takk fyrir það,
Ingibjörg Laxdal (eiginkonan)

18 júlí, 2006 22:58  

Skrifa ummæli

<< Home