11.4.05

Hvaða fnykur er þetta?
Ansi magnað þykir mér það sem talað er um í Mogganum í morgun. Þar kemur fram að Sony hafi sótt um einkaleyfi á tækni sem geti gert fólki mögulegt að finna bragð og lykt úr bíómyndum. Tækni þessi felur það í sér að ákveðin taugaboð eru send til heilans og það framkallar þessar skynjanir. Taugaboðunum er komið af stað með einhverjum hljóðbylgjum. Sony-menn segja að þessi tækni geti jafnvel gefið blindu og heyrnarlausu fólki tækifæri til þess að sjá og heyra og þetta hefði því bæði læknisfræðilegt og afþreyingarlegt gildi. Skemmtilegt.
Jæja einn veggur kominn upp og annar á leiðinni. Segiði svo að ekki renni múrara- og húsasmiðablóð í æðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home