8.4.05

Allt að gerast
Já nú er allt að gerast. Maður er bara búinn að standa í miklum fjárfestingum, kaupa milliveggjaefni og múrblöndu og ég veit ekki hvað og hvað og nú verða sko byggðir veggir. Einn góðan veðurdag munu einhverjir lesendur þessarar síðu sennilega halla sér upp að þessum veggjum, hugsanlega detta á þá (eða hlaupa á þá (Monster)) og því mikilvægt að þeir séu traustir. Já þetta var nú skemmtileg hugleiðing um milliveggi.
Megas sextugur í gær, páfinn jarðaður í dag og Kalli að fara að gifta sig á morgun. Hvað ætli gerist á sunnudaginn? Maður spyr sig.
Annars hvet ég alla til að fylgjast með þættinum hans Hemma Gunn á næstunni. Ekki sökum skemmtanagildis þáttarins heldur vegna þess að heyrst hefur að Atli og Tumi (celeb) hafi átt magnaða samvinnu við þá félaga Eika Hauks og Bjartmar Guðlaugs í einum þáttanna sem sýndur verður á næstunni.
Jæja ég bið að heilsa og hvet alla til að mæta á Fram-ÍBV í handboltanum í kvöld (ég veit alveg að þið mætið ekkert).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home