28.4.05

Eldur í Framhúsinu!!!
Ég var rétt í þessu að koma neðan úr Safamýri (mekka knattspyrnunnar) og skemmst er frá því að segja að það er kviknað í íþróttahúsi Fram. Logaði glatt í þaki hússins og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var mætt á svæðið. Framkvæmdir eru í gangi við nýtt félagsheimili Fram en nýja heimilið er tengt við íþróttahúsið. Svo virðist sem kviknað hafi í þakklæðningu íþróttahússins út frá einhverjum framkvæmdum, sennilega hefur einhver ekki kunnað nógu vel með logsuðutæki að fara. Þetta eru sorgarfréttir og fyrsta manneskjan sem ég hitti á vettvangi var Þura (Thuram) og var hún í uppnámi og alls ekki sátt.
Á laugardaginn stóð til að halda vorfagnað Fram í íþróttahúsinu og setur þessi atburður sennilega strik í þann reikning. Slökkviliðsmenn þurftu að rífa hluta af þakinu og sprauta vatni inn í íþróttasalinn svo gera má ráð fyrir að einhverjar skemmdir hafi orðið á gólfi hússins. Í tengslum við vorfagnaðinn á laugardaginn átti að halda árgangamót á milli gamalla leikmanna Fram. Það gæti því farið svo að bið yrði á því að við fengjum að berja augum kempur á borð við Einar Tönsberg (32 ára).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home