11.3.03

Niðurstaða könnunarinnar
Buffhrúturinn fylgist vel með þjóðmálaumræðunni og er með puttann á öllum helstu hitamálum samfélagsins. Undanfarið hafa kannabisefni verið töluvert í umræðunni og sú spurning hefur vaknað hvort rétt sé að leyfa þessi efni. Buffhrúturinn ákvað að taka púlsinn á lesendum sínum og setti því upp könnun á síðu sinni. Spurt var: "Ert þú fylgjandi lögleiðingu kannabisefna á Íslandi?" Niðurstöðurnar urðu vægast sagt athyglisverðar.
30.4% aðspurðra eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna.
21.7% aðspurðra eru hins vegar á móti því að kannabisefni verið gerð lögleg á Íslandi.
4.3% aðspurðra eru ekki vissir í sinni sök og það kom skemmtilega á óvart að allir sem þátt töku í könnuninni skildu spurninguna.
Aðspurðir hvort að þeir eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna á Íslandi segjast 8.3% vera á bíl og afþakka því lögleiðinguna.
Flestir sem tóku þátt í könnuninni eða 34.8% eru flottir.
Erfitt er að fullyrða um alhæfingargildi þessarar könnunar. Úrtakið var ekki sérlega stórt eða 23 einstaklingar og innra rannsóknarréttmæti ekki mikið. Það sem þó má lesa út úr þessum niðurstöðum er að ívið fleiri virðast vera fylgjandi lögleiðingu kannabisefna og það hljóta að teljast athyglisverðar niðurstöður. Athyglisverðasta niðurstaðan er samt sú að einungis 34.8% lesenda Buffhrútarins sem þátt tóku í þessari könnun eru flottir. Buffhrúturinn stóð í þeirri meiningu að mikill meirihluti lesenda þessarar ágætu síðu væru flottir og hljóta þetta því að teljast mikil vonbrigði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home