1.3.03

Hnakki!
Við Arnie fórum í Kringluna í dag og ákváðum að gerast flottir gaurar og fórum því í Sautján. Ég fann mér gallabuxur og á leið minni að kassanum ákvað ég að það væri nú sniðugt að fá sér kannski skyrtu eða e-ð. Klukkan var 1750 og við því að falla á tíma því við áttum eftir að fara í ríkið. Þar sem ég stend og er að skoða skyrtu eina kemur þessi líka slaki hnakki til mín og segir:
Hnakkinn: Get ég e-ð aðstoðað ykkur?
Við: Nei, við erum eiginlega að falla á tíma.
Hnakkinn: Já ég veit.
Við: Við verðum bara að koma seinna, takk.
Hnakkinn: Nei ég er bara að stríða ykkur strákar.
Við: Hmm...yes, djöfull ertu flottur. Later!
Hver skilur þetta? Hvað var hnakkinn að meina? Hvernig var hann að stríða okkur? Ég skil þetta bara ekki. Kannski er þetta e-ð svona hnakkamál, best að spyrja Tuma hnakka að þessu. Tumi er þokkalegur hnakki. Eða Jónatan, hann er HNAKKINN.
Í kvöld hittast Hrútar hjá Steinanum og búast má við góðri hnakkastemningu þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home