Klofningur!
Mikill klofningur er hér og jafnvel ófremdarástand. Buffhrútur og Sænskihrútur höfðu ráðgert að ljúka námi í stjórnmálafræðum á næsta ári. Ætluðum við að setja punktinn yfir i-ið með valáfanganum Mannkynssaga IV sem er víst mjög skemmtilegur áfangi. Svo þegar við erum að fara að skrá okkur þá kemur bara í ljós að áfanginn verður ekki kenndur á næsta ári. Það finnst mér reyndar ansi skrýtið þar sem þetta er hluti af skyldunni hjá þeim sem læra sagnfræði. Þetta er allavega hinn mesti skandall og setur framtíðarplön okkar í algjört uppnám. Framtíðin sem áður var svo björt er nú ekki annað en drungalegur harmleikur. Hvað eigum við til bragðs að taka? Er kannski ætlast til þessa að við tökum í staðinn námskeiðið "lýðræði, femínismi og pólitísk hugmyndasaga"? Eða við gætum frestað útskrift um eitt ár, það er líka góð hugmynd. Þetta er náttúrulega algjör skandall og ég vænti harðra viðbragða og hver veit nema stjórnmálafræði- og sagnfræðinemar geri uppreisn gegn yfivöldum líkt og almenningur í Basra gerði fyrr í dag.
Mikill klofningur er hér og jafnvel ófremdarástand. Buffhrútur og Sænskihrútur höfðu ráðgert að ljúka námi í stjórnmálafræðum á næsta ári. Ætluðum við að setja punktinn yfir i-ið með valáfanganum Mannkynssaga IV sem er víst mjög skemmtilegur áfangi. Svo þegar við erum að fara að skrá okkur þá kemur bara í ljós að áfanginn verður ekki kenndur á næsta ári. Það finnst mér reyndar ansi skrýtið þar sem þetta er hluti af skyldunni hjá þeim sem læra sagnfræði. Þetta er allavega hinn mesti skandall og setur framtíðarplön okkar í algjört uppnám. Framtíðin sem áður var svo björt er nú ekki annað en drungalegur harmleikur. Hvað eigum við til bragðs að taka? Er kannski ætlast til þessa að við tökum í staðinn námskeiðið "lýðræði, femínismi og pólitísk hugmyndasaga"? Eða við gætum frestað útskrift um eitt ár, það er líka góð hugmynd. Þetta er náttúrulega algjör skandall og ég vænti harðra viðbragða og hver veit nema stjórnmálafræði- og sagnfræðinemar geri uppreisn gegn yfivöldum líkt og almenningur í Basra gerði fyrr í dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home