21.3.03

Þetta er Buffhrúturinn, klukkan er að verða eitt, nú verða sagðar fréttir
Já Buffhrúturinn mikli hefur farið hamförum í fréttaumfjöllun sinni um stríðið og er það vel.
Að loknum strembnum skóladegi þar sem Buffhrúturinn tók sig m.a. til og lærði á Hlöðunni í tæpa tvo tíma skundaði hann ásamt hinum sænska Atla áleiðis á Lækjartorg að kíkja á eitt stykki mótmæli. Mikinn óhug setti að okkur félögunum og þá sérstaklega hinum sænska Atla er þeir sáu að búið var að ata Stjórnarráðið rauðri málningu. Þótti okkur þetta ekki alls sniðugt og sá sænski var brjálaður og handviss um að Saddam Hussein ætti þarna einhvern hlut að máli.
Við komum á Lækjartorg um fimmleytið og fylgdumst með hvernig torgið smám saman fylltist af fólki í mótmælahug. Meðal þekktra andlita ber fyrst að nefna sjálfan Castro sem að sjálfsögðu lét sig ekki vanta til að mótmæla helvítis Bandaríkjamönnunum. Önnur Celeb voru auk okkar sænska, Brundilove, Arnie, Úlfur Chaka, Erpur, Ungfrú Ísland.is, gítarleikarinn í maus, Katrín Júlíusdóttir, Ágúst Ólafur, Friðrik sjálfur, Jón Skafti, Viddi Hundakex og fleiri og fleiri. Mótmælunum var stjórnað af kommúnistanum sem oft hefur komið í Viltu vinna milljón og gert góða hluti. Hann stjórnaði mótmælunum af mikilli röggsemi og flutti e-ð ljóð þar sem viðlagið var "Ekki í okkar nafni! Ekki í okkar nafni!" og tók æstur múgurinn undir með Ögmund son Jónasar og föður Margrétar í fararbroddi eins og við var að búast. Alls kyns áróðursmiðum var dreift til okkar en hinn sænski Atli sem nú var orðinn brjálaður útí Saddam og vinstri græna neitaði að taka við þessu rusli og lét hinð fleyga orð "NEI!" falla oftar en góðu hófi gegnir.
Kommúnistinn hélt áfram að æsa lýðinn upp með hrópum eins og "ekki blóð fyrir olíu!" og "allsherjar verkfall!" (ég skildi það nú ekki alveg). Já það var sem sagt alveg stórskemmtilegt á Lækjartorgi í dag og meira um að vera en á venjulegum degi, það held ég nú. Sei sei já.
Fréttastofum sjónvarpsstöðvanna bar ekki alveg saman um fjölda mótmælenda, Rúv sagði nokkur hundruð en Stöð 2 sagði nokkur þúsund. Það er mat fréttastofu Buffhrútarins að fólk hafi verið vel á annað þúsund en ekki náðist í Karl Steinar Valsson eða Geir Jón Þórisson til að staðfesta þá tölu.
Nú ætlar Buffhrúturinn að fara að sofa til að geta vaknað eldsnemma í fyrramálið til þess að fylgjast með fréttum af framgangi mála í stríðinu og hver veit nema að stuttur pistill um Albert Jónsson NSA (National Security Adviser) og hermálasérfræðing Íslands fylgi með.
Later á þetta!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home