19.3.03

Ísland styður stríðið!
Á blaðamannafundi bandaríska utanríkisráðuneytisins í gær kom fram að Ísland er á meðal 30 ríkja sem styðja opinberalega bandalag þjóða um tafarlausa afvopnun Íraka. Þegar maður lýtur yfir listann yfir þessi 30 ríki sem eru opinberlega hlynnt stríðinu spyr maður sig hvern fjandann hið "friðelskandi" Ísland sé að flækjast á þessum lista. Listinn er eftirfarandi:
Afganistan
Albanía
Ástralía
Aserbaídsjan
Bretland
Danmörk
El Salvador
Erítrea
Eistland
Eþíópía
Filippseyjar
Georgía
Holland
Ísland
Ítalía
Japan
Kólumbía
Lettland
Litháen
Makedónía
Níkaragúa
Pólland
Rúmenía
Slóvakía
Spánn
Suður-Kórea
Tékkland
Tyrkland
Ungverjaland
Úsbekistan
Þegar maður rennir yfir þennan lista sér maður að á honum eru ekki mörg ríki sem við Íslendingar viljum gjarnan bera okkur saman við og teljum að séu á sama eða svipuðu leveli og við. Einu ríkin sem við gætum sagt að séu á svipuðu leveli og við af þessum þrjátíu eru Ástralía, Bretland, Danmörk, Holland, Ítalía, Japan og Spánn (sorry Gústi og Gertinn en Suður-Kórea og Ungverjaland meika það bara ekki) . Það er náttúrulega fullgróft að segja að á listanum séu aðeins sjö þjóðir auk okkar sem eru sæmilega siðmenntaðar og það jaðrar reyndar við rasisma en common; Afghanistan, Albanía, El Salvador, Erítrea, Eþíópía, Kólumbía, Níkaragúa og Úsbekistan. Þetta hlýtur að vera eitthvað grín. Hvar eru þjóðir eins og frændur vorir Norðmenn, Svíar og Finnar eða Þýskaland, Frakkland, Belgía, Austurríki og Sviss (sem reyndar eru alltaf hlutlausir)? Þessar þjóðir láta að sjálfsögðu ekki hafa sig út í þessa vitleysu og það finnst mér að við Íslendingar ættum ekki að gera heldur.
En þá komum við að því vandamáli að Saddam er vissulega stórhættulegur maður sem heiminum stafar hætta af og því nauðsynlegt að losna við hann. Það er nokkuð ljóst að kallinn á ekki eftir að láta undan hótunum Bush og yfirgefa landið. Hvað er þá hægt að gera til þess að koma honum frá völdum annað en að fara í stríð? Ég veit það ekki. Hafið þið svarið?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home