18.3.03

Stríð hefst eftir 47 klst. og 12 mínútur!!!
Stríðsæsingamaðurinn og erkifíflið George Bush var rétt í þessu að ljúka við að flytja ávarp til bandarísku þjóðarinnar og heimsins alls. Í ávarpinu gaf hann Saddam Hussein og sonum hans 48 klst. frest til að yfirgefa Írak, að öðrum kosti hæfist hernaður gegn landinu. Bush sagði að Írakar hefðu virt að vettugi ályktanir öryggisráðs sameinuðu þjóðanna allt frá 9. áratugnum, nú síðast ályktun 1441 og nú væri nóg komið. Hann sagði að nú væri rétti tíminn til að uppræta þessa ógn sem Bandaríkjunum og heiminum öllum stafar af Saddam Hussein. Bush gerðist svo djarfur að tala beint til írösku þjóðarinnar og hermanna íraska hersins. Hann sagði að hernaðurinn beindist ekki gegn almennum borgurum heldur gegn glæpamönnunum og ógnarherrunum sem fara með stjórn landsins. Hann sagði að Bandaríkin ætluðu sér að frelsa Írak undan ógnarstjórninni og hjálpa til við að byggja upp nýtt, frjálst og betra Írak sem gæti sett öðrum löndum í mið-austurlöndum gott fordæmi. Hann talaði til írösku hermannanna og hvatti þá til að leggja niður vopn, það væri þeim fyrir bestu. Þá bað hann þá vinsamlegast að eyðileggja ekki olíulindir og olíubirgðir þar sem að þær væru mjög mikilvægar fyrir efnahag Íraks.
Það er alveg ljóst að Saddam á ekki eftir að láta undan hótun Bush og því má slá því föstu að hernaðurinn hefst klukkan 0100 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudags. Ég heyrði því fleygt áðan að búið væri að ákveða að þeir Íslendingar sem andvígir eru stríðinu flykkist á Austurvöll og mótmæli kröftuglega klukkan 1700 daginn eftir að stríðið hefst. Við sjáumst því væntanlega öll á Austurvelli klukkan 1700 á fimmtudaginn.
Svo er einn punktur hérna. Gefum okkur það að Saddam láti undan og yfirgefi Írak til þess að forða stríði. Hvert á hann að fara? Hvaða land er tilbúið til að taka við honum? Bush segir Saddam einn hættulegasta mann veraldar og hann verði að yfirgefa landið til að forða stríði. En er Bush með einhverjar hugmyndir um hvert Saddam á að fara? Ég hef ekki heyrt þær? Hann vill kannski fá hann til Bandaríkjanna? Hver veit nema að hann kaupi sér flugmiða til Íslands eins og meintur morðingi Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu. Að mínu mati er Bush einn heimskasti maður veraldar. Ég legg því til að þeir tveir, hættulegasti maður veraldar og heimskasti maður veraldar fari saman í útlegð þangað sem við þurfum aldrei að hafa spurnir af þeim framar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home