Það er gaman í golfi
Nú styttist óðum í sumarið og það þýðir að golfið byrjar aftur. Ég rakst fyrir tilviljun á fréttabréf Lagnafélags Íslands hér á heimili mínu um daginn. Pabbi er formaður þessa ágæta félags (eins spennandi og það kann að hljóma) og af virðingu fyrir kallinum gluggaði ég í gegnum fréttabréfið. Það var fátt sem vakti athygli mína enda lagnir, ofn- og gólfhitakerfi, snjóbræðslukerfi o.fl. ekki á meðal helstu áhugamála minna. Það var þó eitt sem vakti athygli mína en það var að heil blaðsíða fór í það að útskýra reglurnar í golfi. Ég hugsaði nú með mér hvað í andskotanum þessar golfreglur væru að vilja í þessu lagnafréttabréfi en ég áttaði mig fljótlega því á hvað hér var á seyði:
1.gr. Hver leikmaður skal útbúinn eigin tækjum fyrir leik, venjulegast einni kylfu og tveimur kúlum.
2.gr. Aðeins má leika á vellinum með samþykki eiganda holunnar.
3.gr. Ólíkt golfi utanhúss er takmarkið í þessari tegund golfs að setja eingöngu kylfuna í holuna en halda kúlunum utan hennar.
4.gr. Til þess að fá sem mest út úr leiknum verður kylfingur að hafa sterkt skefti. Vallareigandi hefur heimild til að kanna þykkt skeftis áður en leikur hefst.
5.gr. Eigandi vallar getur takmarkað lengd kylfu til að holan skemmist ekki.
6.gr. Takmarkið er að ná eins mörgum bakföllum og þurfa þykir, eða allt þar til eigandi vallarins er ánægður og telur leik lokið. Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar að heimild verði ekki veitt sama leikmanni aftur til leikja á vellinum.
7.gr. Það þykir ekki íþróttamannslegt að hefja leikinn strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn byrja á því að dást að vellinum og veita gryfjunni sérstaka eftirtekt.
8.gr. Leikmenn eru varaðir við því að minnast ekki á aðra velli sem þeir hafa spilað á, á meðan leikurinn stendur. Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þessum sökum.
9.gr. Til öryggis eru leikmenn hvattir til þess að hafa með sér regnfatnað á leiki.
10.gr. Leikmenn skulu skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ósáttir komist þeir að því að einhver annar sé að leika á velli sem þeir hafa talið í einkaeign.
11.gr. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að alltaf sé hægt að leika á vellinum. Getur það leitt til vandræðaástands ef t.d. tímabundndar viðgerðir fara fram á honum. Ráðlagt er að spila með öðrum aðferðum á slíkum stundum.
12.gr. Leikmönnum er uppálagt að fá leyfi hjá vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði hans.
13.gr. Mælt er með hægum og hnitmiðuðum leik en leikmenn skulu alla jafna vera viðbúnir því að setja á fulla ferð a.m.k. tímabundið að ósk vallareiganda.
14.gr. Það er talinn frábær leikmaður sem spilar sömu holuna nokkrum sinnum í sama leik.
Ha, pabbi gamli hrútur!
Nú styttist óðum í sumarið og það þýðir að golfið byrjar aftur. Ég rakst fyrir tilviljun á fréttabréf Lagnafélags Íslands hér á heimili mínu um daginn. Pabbi er formaður þessa ágæta félags (eins spennandi og það kann að hljóma) og af virðingu fyrir kallinum gluggaði ég í gegnum fréttabréfið. Það var fátt sem vakti athygli mína enda lagnir, ofn- og gólfhitakerfi, snjóbræðslukerfi o.fl. ekki á meðal helstu áhugamála minna. Það var þó eitt sem vakti athygli mína en það var að heil blaðsíða fór í það að útskýra reglurnar í golfi. Ég hugsaði nú með mér hvað í andskotanum þessar golfreglur væru að vilja í þessu lagnafréttabréfi en ég áttaði mig fljótlega því á hvað hér var á seyði:
1.gr. Hver leikmaður skal útbúinn eigin tækjum fyrir leik, venjulegast einni kylfu og tveimur kúlum.
2.gr. Aðeins má leika á vellinum með samþykki eiganda holunnar.
3.gr. Ólíkt golfi utanhúss er takmarkið í þessari tegund golfs að setja eingöngu kylfuna í holuna en halda kúlunum utan hennar.
4.gr. Til þess að fá sem mest út úr leiknum verður kylfingur að hafa sterkt skefti. Vallareigandi hefur heimild til að kanna þykkt skeftis áður en leikur hefst.
5.gr. Eigandi vallar getur takmarkað lengd kylfu til að holan skemmist ekki.
6.gr. Takmarkið er að ná eins mörgum bakföllum og þurfa þykir, eða allt þar til eigandi vallarins er ánægður og telur leik lokið. Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar að heimild verði ekki veitt sama leikmanni aftur til leikja á vellinum.
7.gr. Það þykir ekki íþróttamannslegt að hefja leikinn strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn byrja á því að dást að vellinum og veita gryfjunni sérstaka eftirtekt.
8.gr. Leikmenn eru varaðir við því að minnast ekki á aðra velli sem þeir hafa spilað á, á meðan leikurinn stendur. Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þessum sökum.
9.gr. Til öryggis eru leikmenn hvattir til þess að hafa með sér regnfatnað á leiki.
10.gr. Leikmenn skulu skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ósáttir komist þeir að því að einhver annar sé að leika á velli sem þeir hafa talið í einkaeign.
11.gr. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að alltaf sé hægt að leika á vellinum. Getur það leitt til vandræðaástands ef t.d. tímabundndar viðgerðir fara fram á honum. Ráðlagt er að spila með öðrum aðferðum á slíkum stundum.
12.gr. Leikmönnum er uppálagt að fá leyfi hjá vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði hans.
13.gr. Mælt er með hægum og hnitmiðuðum leik en leikmenn skulu alla jafna vera viðbúnir því að setja á fulla ferð a.m.k. tímabundið að ósk vallareiganda.
14.gr. Það er talinn frábær leikmaður sem spilar sömu holuna nokkrum sinnum í sama leik.
Ha, pabbi gamli hrútur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home