24.3.03

Hmm...
Já Buffhrúturinn er hér. Skemmtileg helgi þessi síðasta. Þetta byrjaði allt með því að við strákarnir sko eyddum föstudagskvöldinu í FIFA 2003 fótboltaleiknum í Playstation. Saman voru komnir ég, Skoskihrútur, Svartisauður og Steiktihrútur - það var gaman! Það gætu reyndar orðið eftirmálar af þessu tölvustússi okkar því að Arnie fékk símtal í kvöld þar sem honum var tjáð að hann væri ekki búinn að skila leiknum. Það er reyndar rétt að hann skilaði ekki leiknum því að Buffhrúturinn sá um það og næsta víst er að Buffhrúturinn og Arnie munu leita réttar síns ef lögreglunni verður blandað í málið. Við þekkjum góða lögfræðinga *hóst* hóst* Helgi* hóst*
Á laugardaginn slátraði svo United Fulham og fór á toppinn í deildinni (þar sem að þeir munu enda í vor). Nistelrooy með þrennu - gaman að því.
Laugardagskvöldið byrjaði rólega heima hjá Steinanum. Þar var fámennt en afar góðmennt. Ég, Steini, Atli og Tumi vorum á staðnum. Menn (ég og Tumi) sötruðu bjór og síðan var haldið á Champions, þar sem Arnie og Hanni Bach voru í góðu Írafártjili. Arnie var ekki aldeilis á þeim buxunum að yfirgefa svæðið með okkur Hrútum heldur valdi þann kost að hnakkast áfram með Hanna og Birgittu. Eftir þessa löngu og miklu skemmtun ákvað Steini að nú væri nóg komið og bað Atla vinsamlegast að skutla sér heim. Sú var tíðin að ávallt var hægt að treysta á að Steini væri til í eitthvað bull en ég er viss um að hann hafði sínar ástæður. Reyndar þegar ég spái í það þá var María Hrútur í einhverjum sumarbústað þannig að Steininn hafði engar lögmætar afsakanir og verður hegðun hans tekin fyrir á fundi. Við þrír eftirlifandi Hrútar fórum hins vegar niðrí bæ. Við byrjuðum á því að fara á Ara í Ögri þar sem trúbadorinn sívinsæli Óskar Einarrson rokkaði. Atli fór svo heim en við Tumi hittum góða menn og eina konu á Celtic Cross. Þar voru Brynjar, Helgi, Kristinn, Pétur, Snjólaug, Henning og Árni saman komin. Síðan fórum við á 22 og það eftirminnilegasta frá þeirri ferð var að einhver gaur henti eggi í Kristin. Endahnútur var svo bundinn á bæjarrápið á Sólon. Það er ansi langt síðan maður hefur komið þangað og ég get ekki sagt að ég sakni þess.
Gærdeginum eyddi ég svo á afar uppbyggilegan hátt. Frá klukkan 1300 og þangað til Óskarsverðlaunin voru búin lá ég uppi í og horfði á sjónvarpið. Dagskráin var reyndar ansi góð fyriir stjórnmálafræðinema, íþróttaáhugamann og kvikmyndaunnanda:
Silfur Egils
Liverpool - Leeds
Arsenal Everton
Lakers - San Antonio
Fréttir
Sjálfstætt fólk (JÁ!)
60 Minutes
The Untouchables
Óskarinn
Það er nokkuð ljóst að ég ætla mér að sjá The Pianist en ég verð að segja að mig langar ekki mikið til að sjá Chicago. Svo er líka alveg ljóst að við verðum að fara að komast yfir Bowling for Columbine, það var ansi skemmtilegt þegar Michael Moore (held ég að hann heiti) hraunaði yfir W. Svo var líka gaman að því þegar Adrian!!! Brody fór í léttan sleik við Halle Berry. Ha Gústi.
Já þetta var frábært en nú er þetta búið og Gústi er lítil smástelpa. Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home