31.3.03

Paolo gerir góða hluti!
Minn gamli kennari, Paolo Turchi, gerði góða hluti í gær og vann 5 milljónir í þættinum Viltu vinna milljón? Paolo hafði áður helst unnið sér það til frægðar að kenna latínu í MR og vera mikill Framari. Reyndar gerði hann sér lítið fyrir og stakk af til Ítalíu u.þ.b. mánuði fyrir stúdentsprófið í latínu - hann var ekkert sérlega vinsæll eftir það en nú hefur hann unnið hug og hjörtu landsmanna. Hmm...yes.
Það var tekið vel á því á laugardaginn og þeir sem hafa hitt mig síðan þá vita að ég var ennþá ónýtur gaur í dag. Hversu slakt er það?
Fór ásamt Arnie á sinfóníutónleika hjá Brynjari á laugardaginn. Það var bara mjög gaman og m.a. boðið uppá óvæntar uppákomur.
Annars var Buffhrúturinn sannspár um það að Ísland myndi tapa á móti Skotum. Slök frammistaða hjá okkar mönnum.
Í kvöld var svo heimboð til Hannesar Hólmsteins. Hann bauð okkur nemendum sínum heim til sín í kaffi (kakó?) en ég sá mér því miður ekki fært að mæta, fór í staðinn í heimsókn til Andra Fannars sem bauð upp á pistasíuhnetur. Það var gaman.
Eiki bara kominn úr aðgerðinni - til hamingju með það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home