13.11.02

Kúlan og Skrímslið frændur?

Getur það verið að tvö helstu stórmenni okkar kynslóðar séu frændur án þess að við Gömlu Hrútar höfum gert okkur grein fyrir því?
Í Mogganum um daginn las ég að jafnaðarmaðurinn ungi Ágúst Ólafur Ágústsson sem er frændi Skrímslisins sé sonur Ágústs Einarssonar hagfræðiprófessors. Þá fóru hjólin að snúast í hausnum á mér, ég vissi nefnilega að prófessor Ágúst væri frændi Kúlunnar. Það gefur því augaleið að ágætis líkur eru á því að Kúlan og Skrímslið séu frændur. Þetta þarf að rannsaka.
Af Skrímslinu er það helst að frétta að það er komið heim heilu og höldnu eftir svaðilför til Tyrklands þar sem ekki spurðist til þess í rúmlega viku. Við Gömlu Hrútar fögnum heimkomu Skrímslisins og segjum uuuuuussssssssttttt!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home