Gefum honum von!
Ég verð að segja það að mig tekur sárt að horfa upp á þá meðferð sem félagi Kobbi hefur fengið í íslensku samfélagi undanfarna daga. Auðvitað gekk ekki sem skildi hjá kallinum í flokksvalinu (þrátt fyrir stuðning minn). Kobbi tók þó ósigrinum eins og maður og var að eigin sögn alls ekkert bitur (*hóst hóst hóst kjaftæði hóst*). Sjaldan hef ég séð eins bitran mann en hann má eiga það að hann gerði sitt besta til að halda kúlinu þegar hann mætti í viðtal með einhver þau glæsilegustu sólgleraugu sem sést hafa í langan tíma. Smekkmaður.
En örvæntið eigi, ég er sannfærður um að tími Kobba mun koma. Baráttumál hægri kratans mikla áttu kannski ekki upp á pallborðið hjá fáfróðum flokksmönnum Samfylkingarinnar en þeir eiga eftir að þroskast og sjáiði til Jakob Frímann Magnússon verður orðinn menntamálaráðherra árið 2007.
Ég verð að segja það að mig tekur sárt að horfa upp á þá meðferð sem félagi Kobbi hefur fengið í íslensku samfélagi undanfarna daga. Auðvitað gekk ekki sem skildi hjá kallinum í flokksvalinu (þrátt fyrir stuðning minn). Kobbi tók þó ósigrinum eins og maður og var að eigin sögn alls ekkert bitur (*hóst hóst hóst kjaftæði hóst*). Sjaldan hef ég séð eins bitran mann en hann má eiga það að hann gerði sitt besta til að halda kúlinu þegar hann mætti í viðtal með einhver þau glæsilegustu sólgleraugu sem sést hafa í langan tíma. Smekkmaður.
En örvæntið eigi, ég er sannfærður um að tími Kobba mun koma. Baráttumál hægri kratans mikla áttu kannski ekki upp á pallborðið hjá fáfróðum flokksmönnum Samfylkingarinnar en þeir eiga eftir að þroskast og sjáiði til Jakob Frímann Magnússon verður orðinn menntamálaráðherra árið 2007.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home