6.11.02

Kaupa - Selja

Rétt í þessu var ég að leggja á mr. Andre Johnsson, verðbréfamiðlara. Hann hringdi í mig úr höfuðstöðvum fyrirtækis síns JP Morgan Investments í New York. Það virtist koma honum verulega á óvart að mr. Gudmundsson væri ekki þegar búinn að fjárfesta á bandaríska markaðinum. Þegar hann fékk þær upplýsingar sagðist hann vera að vinna í því að láta einkaritara sinn senda mér pakka með öllum helstu upplýsingum sem svona stórir fjárfestar eins og ég þyrftu á að halda. Hann gerði auðvitað ráð fyrir því að mr. Gudmundsson væri stórlax í evrópskum fjárfestingum en þegar ég neitaði því vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég tók þá af skarið og sagði honum að ég væri aðeins fátækur íslenskur námsmaður sem aldrei hefði fjárfest í einu né neinu. Félaginn var þá fljótur að missa áhugann á stórlaxinum mr. Gudmundsson og kvaddi.
Ég hefði svona eftir á að hyggja kannski átt að segja honum frá því að ég væri hluthafi í einu sigursælasta knattspyrnuliði norðurlanda, FRAM FFR hf.

Minnir þetta einhvern á sumarbústaðaferð nokkra er farin var í verkfalli 2000?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home