4.11.02

Loksins er komið að því!

Í kvöld mætti ég fullur eftirvæntingar á fund í höfuðstöðvum Safamýrarstórveldisins. Þetta var fyrsti fundur vetrarins. Menn voru að hittast eftir mánaðarfrí og línur voru lagðar fyrir komandi tímabil. Ég verð nú bara að segja það að ég get ekki séð hvernig önnur félög svo sem árbæjardvergurinn eða vesturbæjarofmatið eiga að eiga möguleika á að vinna titla á næsta tímabili. Til þess er lið Safamýrarpilta einfaldlega allt of sterkt. Mæting á fundinn var ágæt. Mættir voru kappar eins og Taggart, Andrew McCarthy, Baseline, Ómar Skópar, Kokkurinn og fleiri góðir. Hagnaðurinn var fjarverandi og söknuðu menn hans mjög. Einnig voru Keðjan, Baldursgate og Stiftamatmaðurinn fjarverandi enda ekki við öðru að búast þar sem að þeir dvelja utan landsteina. Annars er það helst að frétta af Stiftamtmanninum að hann ásamt spúsu sinni gisti fangageymslur í Júgóslavíu síðast þegar til hans spurðist. Keðjan er einnig að gera góða hluti á sínu interraili og hefur honum m.a. tekist að stofna til vináttusambands við Finnann fljúgandi, Jari Litmanen.
Nýjir menn voru mættir til starfa þ.e. þeir Kóngurinn úr Árbænum og Ragnar Árnason og sér Buffhrúturinn ástæðu til að bjóða þá hjartanlega velkomna og hann vonast eftir góðu samstarfi við þá félaga í framtíðinni (hver veit nema Kiddi Tomm verði settur í vinstri bakvörðinn). Einnig voru nokkrir nýjir kjúklingar mættir á svæðið en ekkert bólaði á nýjum markmanni. Vonum að það rætist úr því.
Annars stefnir bara allt í það að Safamýrarstórveldið komist aftur þangað sem það á heima, í hæstu hæðir, á næsta tímabili. Er þaggi?
Þeir sem eru ósammála þessari spá minni geta haft samband við mig á dadig@hi.is

Og já á meðan ég man þá er ég að selja hræódýr kort í hið nýja og glæsilega Sporthús. Árskortið kostar einungis 30.000 kr og er þetta gjafaverð þar sem að kortið gildir einnig í Baðhúsinu og Þrekhúsinu. Endilega hafið samband, fyrstur kemur fyrstur fær, allt á að seljast og nú fer hver að verða síðastur! Já já hér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home