11.11.02

Gettóið gerir það gott!

Ekki nóg með það að við Breiðhyltingar eigum besta fótboltamann þjóðarinnar þá státum við líka af besta sjónvarpsmanninum! Og það sem meira er, þeir eru bestu vinir.
Í gærkvöldi horfði ég á Edduverðlaunin og hafði gaman af. Það var náttúrulega mesta snilldin þegar gettódrengurinn Sveppi var kallaður upp til að veita viðtöku verðlaunum sem sjónvarpsmaður ársins. Helmingurinn af þessu snobbliði sem var mætt í Þjóðleikhúsið vissi ekkert hver maðurinn var en hann gerði nú bara grín að þessu öllu saman drengurinn. Annars bar það hæst á verðlaunahátíðinni að snillingurinn Jón Ólafsson fékk verðlaun fyrir besta sjónvarpsþátt ársins, Af fingrum fram, og er vel að því kominn. Kappinn hélt góða ræðu og endaði hana á því að þakka Balta kærlega fyrir. Já hann er ótrúlegur hann Nonni, ha ha ha!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home