13.11.02

Sjurdur í Skemmunni, Suduroy, Foroyar, Ísland

Gæti verið að þetta verði heimilisfang míns gamla andstæðings, Færeyingsins Sjurds í Skemmunni, í framtíðinni? Í dag kveikti ég á útvarpinu og það vildi svo skemmtilega til að það var stillt á Bylgjuna. Þar var í gangi viðtal við einhvern gaur sem er í forsvari fyrir einhvern hóp manna sem telur að í framtíðinni komi Færeyjar til með að verða hluti af Íslandi, svona eins og Vestmannaeyjar. Þetta er athyglisverð hugmynd. Oft hafa menn gert grín að því að Íslendingar ættu bara að ráðast inn í Færeyjar og innlima þær en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri einhvern tala um þetta án þess að vera annaðhvort fullur eða að grínast.
Það er aðeins eitt sem ég hef áhyggjur af, ef þetta gerist á allra næstu misserum þá gæti það haft áhrif á áform okkar Gömlu Hrúta um að fjölmenna á landsleik Færeyinga og Íslendinga í Færeyjum á næsta ári. Þá er alveg óvíst hvort að af leiknum yrði. En björtu hliðarnar eru þær að Jens Martin Knudsen, Uni Arge, Sjurdur í Skemmunni og Todi Jonsson kæmu til með að styrkja lið okkar Fær/Íslendinga mikið það er ekki spurning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home