30.1.03

Ættartala mín
Hér má sjá ættartölu mína, mjög athyglisvert.

29.1.03

Fundur með forsetanum
Í hádeginu í dag átti ég fund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Við hittumst í stofu 102 í Lögbergi og ræddum daginn og veginn. Ólafur sagði mér skoðun sína á því hversu valdamikill hann sem forseti getur verið og svo vitnaði hann mikið í samtöl sín við Jiang Zemin. Áður en Óli náði að koma mannréttindamálunum að á fundi þeirrra Jiangs sagði Jiang honum að Bill Clinton áliti hann ekki vera einræðisherra "No you're not a dictator mr Zemin, he said". Þá sagði Óli við Jiang "You know mr Zemin, mr Clinton and I were both protestants once. We both protested outside the US embassy in London in 1968, we were against the war in Vietnam you know. And listen carefully mr Zemin, today's protestants could be tomorrow's presidents".
Síðan ræddum við Óli aðeins um stöðuna í heimsmálunum, Írak, stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs, Kárahnjúka o.fl. Aldeilis skemmtilegur fundur og vonandi að við félagarnir getum hist svona oftar.

Nú er að hefjast leikur Íslands og Póllands og það er eins gott fyrir Íslendinga að vinna þá og vinna síðan Spánverja á morgun og verða síðan heimsmeistarar! I'm still I'm still Jenny from the block!
Hmm...yes
Íslendingarnir gera það gott í enska
Þrír Íslendingar skoruðu fyrir lið sín í enska boltanum í kvöld. Bergsson skoraði fyrir Bolton sem tapaði fyrir liði í toppbaráttunni, Everton. Jói Kalli gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi í sínum fyrsta leik með Aston Villa (hann getur reyndar ekkert annað en tekið aukaspyrnur, það er reyndar alveg þokkalegt , lítið bara á Beckham) og Aston Villa vann Boro 5-2. Síðan skoraði Eiður Smári eitt af mörkum tímabilsins í 2-1 sigri Chelsea á Leeds. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði með nettri hjólhestaspyrnu rétt fyrir innan vítateig. Ég á eftir að sjá markið hjá Jóa Kalla en það þarf að vera ansi flott til að toppa þetta mark hjá Smáranum. Reyndar skoraði ég geðveikt mark með skalla á æfingu í kvöld eftir sendingu frá Andra Fannari (hver trúir þessu?)
Hér fyrir neðan má sjá Smárann setj'ann í leiknum í kvöld


28.1.03







26.1.03

Mannfreður
United hló bara að West Ham áðan 6-0, ekkert óvænt við það. Nú er bara að vona að við Framarar hlæjum að nágrönnum mínum úr ÍR í kvöld. Íslendingar hlæja svo væntanlega að Þjóðverjum núna á eftir. Talandi um að hlæja þá smelltum við Hrútar okkur á Jackass The Movie á föstudaginn og sú mynd er í einu orði schnilld.
Helst í fréttum er annars að ég fjárfesti á föstudaginn í bíl. Kaupsamningur var handsalaður eftir snarpar samningaviðræður við vægast sagt ósveigjanlegan sölumann Brimborgar. Ég, Pabbi, Arnie og Eiki beittum snilldartöktum og bárum að lokum sigurorð af sölumanninum ógurlega sem greip til þess örþrifarráðs að reyna að hrífa mig með ódýrum sumardekkjum. Í stuttu máli voru fest kaup á Audi A3 sem í fljótu bragði hefur aðeins einn galla, það er búið að setja e-ð blátt leðurdrasl utan um gírstöngina og er það vægast sagt mjög ljótt og ég hvet alla til að kíkja á þetta áður en skipt verður um.

22.1.03

Glory glory!
United fór létt með að sigra Blackburn í kvöld 1-3 og má helst þakka það stórleik snillingsins Gary Neville sem geystist upp hægri kantinn og lagði upp mörk hægri vinstri. United mun því sigra Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins í Wales í mars. Það er kominn tími til að United vinni þessa keppni en það gerðist síðast árið 1992 en þá skoraði Brian McClair sigurmarkið gegn Nottingham Forest. Ástæðan fyrir því að svo langt er um liðið síðan United sigraði síðast í deildarbikarnum er sú að þeir hafa ekki nennt að eyða tíma sínum í í keppnina og hafa leyft karamelluliðum eins og Liverpool, Arsenal, Aston Villa, Blackburn og öðrum slíkum að eiga hana svo að þau fari ekki að væla.
Jörðin hún snýst um sólina alveg eins og ég.
Hér!
Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég söðlað um og ákveðið að taka 60 einingar í stjórnmálafræði og 30 einingar í félagsfræði í stað 90 eininga í stjórnmálafræðinni eins og til stóð. Í morgun fór ég í minn fyrsta tíma í félagsfræði og mér líst bara ljómandi vel á þetta. Kúlan var ekki mætt en þarna voru celeb eins og Andrea Róberts, Helgi frændi hans Brynjars og geðveiki gaurinn úr sálfræði. Ég bjóst ekki við að þekkja marga aðra en Kúluna en svo mætti hún ekki. Það kom ekki að sök því ég sat við hliðina á honum Gulla, varnarbuffi úr handboltaliði Fram. Hann er einna þekktastur fyrir það (auk þess að vera varnarbuff) að vera bróðir hins markheppna sjúkraþjálfara Ásmundar Arnarsonar.

Við Arnþór fórum í hádeginu og reynsluókum einum bíl. Bíll sá er Audi A3, árgerð 1999, grár að lit, keyrður 65 þús. km, 101 hestafl og lofar ansi góðu. Aldrei þessu vant fengum við nú að fara lengra en einn hring á bílastæðinu. Ég fékk að hafa bílinn í einhverjar 20 mínútur og við fórum í smábíltúr og það kom í ljós að það er ágætis kraftur í bílnum. Það má finna mynd af gripnum hér.

Ég var að klára að horfa High Fidelity á stöð 2, góð mynd það.

En jæja þá er ég farinn aftur í skólann, tími hjá mr Albert Johnson NSA, National Security Adviser. Svo er bara að vona að United vinni Blackburn í kvöld og salti svo tussurnar í Liverpool á þúsaldarleikvanginum í mars.
Skandall hér!
Í gær var El Hadji Diouf kosinn knattspyrnumaður ársins í Afríku. Sá maður getur ekki rassgat og með réttu hefði sonur minn, Papa Boupa Diop, átt að hljóta titilinn. Papa Boupa skoraði sigurmark Senegala gegn Frökkum á HM og hefur síðan verið orðaður við stórlið á borð við Man Utd.


Papa! Papa! Papa! Papa! Papa!

21.1.03

Buffhrútnum sýnt banatilræði!!!
Buffhrútnum mikla var sýnt banatilræði í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað fyrir utan heimili Buffhrútarins í Seljahverfi á sjöunda tímanum í gær. Málsatvik voru þau að Buffhrúturinn var að búast til brottferðar á æfingu er keyrt var á hann. Betur fór en á horfðist í fyrstu og Buffhrúturinn slapp að mestu ómeiddur. Tilræðismaðurinn komst undan á flótta en Buffhrúturinn náði að bera kennsl á hann. Reyndist tilræðismaðurinn óprúttni vera maður er gengur undir nafninu Beisi. Þessi sami Beisi er hvað þekktastur fyrir að hafa síðustu árin borið af leikmönnum Fram hvað varðar leiðindi og hefur hann hampað titlinum “leiðinlegasti leikmaður Fram” undanfarin þrjú ár og hefur hann nú fengið til eignar bikar þann er veittur er í verðlaunaskyni. Lögreglan handsamaði Beisa í Reiðhöllinni í Víðidal stuttu eftir banatilræðið og fer málið nú fyrir dómstóla. Hæfileg refsing er talin vera ævilöng útilokun Beisa frá American Style, KFC, Hverfis- og Kaffibarnum. Verjandi Beisa er Steinar Þór Guðgeirsson og það er næsta víst að hann kemur til með að tala út úr skegginu. Dómari í málinu er Kristinn R. Jónsson.

20.1.03

Meistarinn
Eins og margir vita þá hefur Megas verið talsvert mikið í spilaranum hjá mér núna á nýju ári. Áðan gerðist síðan sá merki atburður að ég í mesta sakleysi á leið út úr Bóksölu stúdenta var að raula eitt laga meistarans er hann gengur bara beint í flasið á mér. Gaman að segja frá því að þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem ég hitti kallinn. Hann vildi fara að spjalla og bjóða mér í kaffi, var e-ð að tala um litla sæta stráka og tröð en ég sagðið bara "later" því ég var að drífa mig á æfingu.

Annars er gaman að segja frá því að Íslendingar eru núna 20 mörkum yfir á móti Ástralíu í æsispennandi leik á HM, staðan er 26-6 og 3 mínútur búnar af seinni hálfleik.

19.1.03

Pie!!!
Langt síðan maður hefur kíkt á þessa snilld.

14.1.03

Hér!
Jæja þá er ég búinn að fá aðra einkunina mína úr jólaprófunum. Ég fékk 7 í námskeiðinu Hvað gera leiðtogar? Það verður nú bara að teljast nokkuð gott því við skulum segja að ég hafi ekki einbeitt mér mikið að þessu námskeiði í vetur - ég mætti í þrjá tíma. Atli massaði þetta og fékk 8.5 og ber að fagna því. Talandi um Atla þá voru uppi umræður um það í gær að hann héldi partý um mánaðamótin. Þáttakendur í umræðunum voru ég og Atli, aðallega þó ég. Annars getur verið að Brynjar haldi hið árlega hattapartý sitt á næstunni í annað skipti. Ég var staddur í Danmörku er hið fyrsta árlega hattapartý Brynjars var haldið og mér skilst að það hafi verið mikil snilld þannig að það er nú er bara að bíða og sjá hvað Brynjar dregur upp úr hatti sínum.


Þessi mynd úr hattapartýinu í fyrra er fengin að láni frá Agli eða ze Húnk eins og hann kallar sig. Á myndinni má auk ze Húnk m.a. greina Jónka skrýtna og Bjarka.

13.1.03

Taumlaus gleði!
Í dag byrjaði ég í skólanum og ánægjan með það er ólýsanleg. Við Atli stefnum á að halda uppteknum hætti og byrja á lærdómnum af fullum krafti. Annars er það helst að frétta að vinur minn hann mr Fuckface situr hérna við hliðina á mér - myndarlegri en nokkkru sinni fyrr!

12.1.03

Spilafíkill!
"Spilafíkill ég er spilafíkill, spilakassi er besti vinur minn" syngja drengirnir í Búdrýgindi. Fyrstu fréttirnar sem ég heyrði eftir að ég vaknaði voru þær að hetja Íslands, Eiður Smári, væri spilafíkill. Eiður tapaðí 50 milljónum á 4 mánuðum í spilavítum og er nú að vinna sig út úr skuldunum. Þetta er sorglegt mál og vonandi að drengurinn nái að sigrast á fíkn sinni því ekki viljum við að hann verði hinn íslenski George Best.
Síðustu fréttir sem ég heyrði áður en ég fór að sofa voru öllu gleðilegri en þær voru að óvænti gesturinn í the Lick Party væri sjálfur LL Kældur J. Gústi fékk úr honum við þessar fréttir og hann og Arnie drifu sig á svæðið en við Brynjar erum það mikil celeb að við kipptum okkur lítið upp við þetta og fórum heim.
Í gær fór fjölskyldan í Ystaseli niðrí kjallara og hóf langþráðan fornleifauppgröft. Upp úr krafsinu kom fyrsti hjálmur sem kom til Íslands, fyrsti símsvari heimsins og elsta útvarp veraldarinnar svo að e-ð sé nefnt. Draslið var gríðarlegt og Eiki kom á svæðið með jeppa og kerru og hjálpaði mér við að fara með draslið á Sorpu. Á Sorpu var ég, þessi mikli rólyndismaður, mjög nálægt því að berja gamlan kall. Þessi gamli kall var að vinna þarna og eipaði gjörsamlega á mig, öskraði e-ð á mig, hljóp að mér og fór að ýta mér og gjörsamlega missti það. Ég nenni nú ekki að segja alla söguna en mér fannst brotið á rétti mínum og ég gjörsamlega missti það á móti og stóð sjálfan mig að því að öskra á e-n geðsjúkan ellismell fyrir framan fullt af fólki og litlu munaði að ég hefði hent honum ofaní einn gáminn en ég náði að hemja mig.

10.1.03

Bílaapinn
Ég fór í dag ásamt nokkrum Hrútum að reynsluaka einum BMW. Þar sem við vorum aðeins 21 árs en ekki þrítugir urðum við að gera okkur að góðu að aka gripnum í hringi á bílaplaninu - hvílíkt rugl!!! Það kaupir enginn bíl nema að hann fái að reynsluaka honum og við reyndum að segja apanum sem að afgreiddi okkur það. Þá sagði fíflið (sem var ábyggilega ekki mikið meira en svona einu ári eldri en við) "ég man nú þegar ég var nýbúinn að fá bílprófið þá flakkaði maður á milli allra bílasalanna og vildi fá að reynsluaka, já ég man það, ha?" Ertu fífl!!! Þú ert í mesta lagi svona einu ári eldri en við og við erum ekki nýkomnir með bílpróf!!! Þetta voru viðbrögð æstra Hrúta sem voru ekki sáttir. Ég ætla að mæta þarna með Eika á morgun, hann lítur út fyrir að vera 52 ára gömul kona þannig að hann fær kannski leyfi til að fara á bílnum auk þess er hann bifvélavirki in the making þannig að það er skynsamlegt að láta hann tékka á bílnum áður en að af kaupum verður þ.e.a.s. ef að fíflið á bílasölunni getur séð í gegnum fingur sér og leyfir mönnum yngri en þrítugt að kaupa bíla.
Þetta var raunasaga en annars var ég að lesa raunasögu Ungverjans og það er raunasaga í lagi. Raunasaga hefur sennilega aldrei áður komið jafnoft fyrir í einni málsgrein. Raunasaga.
Atli er væntanlega á skallanum í kvöld með Úlla Hauks, gaman að því.
Við Hrútar vorum að velta því fyrir okkur um daginn að fá okkur svona einkanúmer einsog Skímó voru með. Hrútur1, Hrútur2, Hrútur3 o.s.frv. er sennilega of langt. Því kom upp sú hugmynd að stytta nöfnin okkar, taka byrjunina á þeim og setja svo ss í miðjuna. Ég yrði þá Dassi, Gústi yrði Gussi, Arnþór yrði Assi og Brynjar yrði Bryssi svo að dæmi séu tekin. Tumi yrði svo Tussi - gaman að því.

8.1.03

Gústi
Þetta er aldeilis búinn að vera fínn dagur. Vaknaði óvenju snemma í dag eða um kl 1330. Ég, Arnie og Gústi tókum svo rúntinn um bílasölurnar, ég er nefnilega að spá í að fá mér jafnvel eitt stykki bíl eftir að ég fékk yfirlitið frá bankanum í gær og sá að ég er miklu ríkari en ég hélt að ég væri. Þrír fallegir bílar koma nú helst til greina eftir þessa skoðun; Golf, Passat og BMW.
Annars er Gústi maður dagsins því hann gerði sér lítið fyrir og bauð okkur strákunum bara út að borða. Höfðinglegt mjög af drengnum.
Annar hápunktur dagsins var svo þegar að ég fékk skemmtilegt sms. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sms-ið innihélt einkunina mína úr fyrsta prófinu. Ég var nokkuð tæpur í tveimur prófum að ég hélt og þetta var annað þeirra. Ég bjóst alveg eins við falli og það kom mér því skemmtilega á óvart að ég fékk solid áttu. Mikil schnilld það.
Síðan barst það í tal í dag að skynsamlegt væri að ég myndi ættleiða Senegalann Papa Boupa Dioup en ég á eftir að melta það örlítið og velta því fyrir mér áður en ég tek ákvörðun.
Ég heyrði í Eikanum í gær á afmælisdegi hans. Hann samþykkti að koma til mín um helgina og hjálpa mér að henda drasli úr kjallaranum. Arnþór kom með þá hugmynd að setja upp súlu í kjallaranum líkt og Ungverjinn hefur í súlnasal sínum. Þetta er hugmynd sem vert er að skoða en hann stakk líka upp á því að ég kæmi mér upp gufubaði og heitum potti og þá væri ég orðinn góður. Aðrar hugmyndir eru vel þegnar. Einnig mega áhugasamir Hrútar sem og aðrir gjarnan veita okkur Eika hjálparhönd en það veit Guðmundur að fróðlegt er að kíkja í kjallarann í Ystaselinu, maður veit aldrei hvað kann að leynast þar. Í gær fann ég t.d. í einhverjum gömlum kistli almanak Þjóðvinafélagsins frá árinu 1907! Ég er handviss um að enn eldri hlutir leynast ef dýpra er grafið. Handritin heim.

7.1.03

Til hamingju Eiki!
Hann Eiki litli fagnaði 22 ára afmæli sínu í gær. Þetta er ansi hár aldur en Eiki lítur reyndar ekki út fyrir að vera deginum yngri en 52 ára gömul kona. Ég heyrði aðeins í kallinum og hann var gríðarhress. Það er svo bara spurning hvort að Brynjar hefur munað eftir afmælinu hans. Spennandi.

6.1.03

Upp komst um strákinn Tuma
Í gær var nú bara alveg stórfínt partý heima hjá honum Tuma kallinum. Það var nokkuð margmennt og ansi góðmennt. Nokkur skemmtileg atvik standa uppúr svo sem þegar Brynjar fór að tala um að það væri einhver gaur í MR að fara að slá einkunnametið en það sem hann vissi ekki var að þessi sami gaur sat svona 2 metra frá honum, mjög skemmtilegt. Síðan voru menn farnir að drekka úr skálum og skála, margir voru við skál og of margir misgóðir brandarar litu dagsins ljós (hmm...Gústi...hmm...hóst). Skálað var fyrir brottför Eggerts furrier sem er farinn aftur til Ungverjalands. Atli sem er annars frábær náungi og alls enginn gyðingur og ekki með kívílaga haus gerði sér svo lítið fyrir og steikti höndina á sér á eldavélarhellu Tumans og sögðu fróðir menn að hann hafi hlotið 3. stigs brunasár en hann lét það ekki aftra sér frá því að halda gleðskapnum áfram.
Við Hrútar vorum hjá Tumanum langt fram eftir nóttu en um hálffjögur tókum við Drífa stystu bæjarferð sögunnar. Ferðin var u.þ.b. 10 mín og við fórum hvergi inn nema í rauðu dolluna hans Gústa en hann skutlaði mér, Arnie og Drífu heim. Annars mjög gott kvöld sko. Gott framtak Tumi!
Vælir út í veður og vind um vetrarnætur langt meðan ljótir kallar liggja með mömmu og pabbi drusludauður í kompu úr drykkju liggur hlandbrunnið braggabarn í barnavagni.

4.1.03

Hér!
Þetta er búinn að vera alveg stórfínn dagur, menningardagur.
Dagurinn byrjaði á því að United vann Portsmouth örugglega 4-1.
Ég, Gústimótó og Drífa fórum síðan og skoðuðum Reykjavík úr toppi Hallgrímskirkjuturns, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður en skemmtilegt engu að síður. Drífa dreif (ha ha ha) sig síðan burt en við Gústi héldum menningarferðinni áfram og skoðuðum listaverk Einars Jónssonar, hmm...yes. Menningardeginum var ekki lokið þar með því við fórum í Skífuna þar sem að ég fjárfesti í safndiskinum með Megasi og lofar hann mjög góðu.
Að þessu loknu fór ég heim og sá mér til mikillar gleði að Everton tapaði á móti Shrewsbury, já Shrewsbury. Sem er mjög gott því að ég var að fara í skvass með honum Viðari aka Vidda Keðju sem er einmitt einn harðasti Everton-aðdáandi á Íslandi. Það var svo ekki að bæta úr skák fyrir hann Vidda kallinn að ég rústaði honum í skvassi. Að segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni væri understatement.
Nú skal haldið í teiti til Colin Thomas Campbell að Hólavallagötu.

3.1.03

Steiktur bloggar á ný
Arnþór er byrjaður að blogga aftur eftir langt hlé. Hvet ég alla til að fylgjast vel með enda drengurinn snillingur mikill.

2.1.03

Íþróttamaður ársins valinn í kvöld
Ég segi nú bara að það skandall ef Ólafur Stefánsson verður ekki valinn íþróttamaður ársins í kvöld. Hann var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar, sterkustu deildar í heimi. Hann varð Evrópumeistari með Magdeburg, markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar í Svíþjóð og valinn í úrvalslið keppninnar. Hvað hefur Örn Arnarson gert? Gaurinn vinnur 200 m baksund í 50m laug, þetta er grein sem að hann og 12 aðrir keppa í og hann er búinn að vera íþróttamaður ársins fjórum sinnum sem er alveg nóg. Ég er samt viss um að hann verður valinn en það er skandall ef svo fer.
Áfram Óli!!!
Bíógagnrýni
Ég fór á LOTR um daginn - frábær mynd! 95 stjörnur
Ég er líka búinn að fara á Stellu í framboði - skelfileg mynd, ekki sjá hana. 27 stjörnur
Á morgun fer ég svo á JB með bróður mínum og frænda - spennandi verður að sjá hvort JB klikkar en það gerir hann sjaldan kallinn.
Thank you very nice.
Gleðilegt ár!!!
Nú árið er liðið í aldanna skaut. Áramótin fóru fram með hefðbundnum hætti hjá mér. Gamlársdagurinn byrjaði á hinu svo kallaða Ollamóti í fótbolta sem haldið er árlega í minnsta íþróttahúsi landsins, íþróttahúsi Álftamýraskóla. Þar leiða saman hesta sína núverandi og fyrrverandi leikmenn Fram ásamt stjórnarmönnum. Bjór er drukkinn og bjór í verðlaun fyrir sigurliðið. Mitt lið var á toppnum að loknum hinum hefðbundnu tveimur umferðum sem að mótið átti að vera en þá gripu gömlu kallarnir sem öllu ráða til þess að bragðs að lengja mótið. Það kom svo öllum á óvart að spilað var þangað til að gömlu kallarnir voru komnir á toppinn og hirtu þeir því bjórinn. Restinni af deginum eyddi ég svo í að horfa á alls konar annála, Kryddsíld, Silfur Egils og annað slíkt. Sérstaklega var gaman að fylgjast með Doddson í Kryddsíld en kallinn varð brjálaður og hraunaði yfir Össur Skarphéðinsson, mjög skemmtilegt.
Maturinn var hefðbundinn og venju samkvæmt mjög góður. Áramótaskaupið fannst mér bara nokkuð gott og fór Magga, vinkona hennar Drífu, á kostum í hlutverki sínu í þættinum Bonus and the Beautiful. Einnig er vert að minnast á stórkostlega frammistöðu ungfrú diet coke: "Hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Einhver IKEA-hilla eða e-ð?" Ég er viss um að Villi Vill er mjög stoltur af henni.
Þegar Skaupið var búið komu bróðir minn og Darri frændi til okkar og við skutum upp báðum rakettunum. Nóttin tók svo mun rólegri stefnu en ætlunin hafði verið þar sem mamma og pabbi ákváðu að kíkja í partý í smástund og ég var því heima með Darra og skemmtum við okkur vel yfir Stellu í Orlofi.
Kl 0230 komu foreldrar mínir loks heim og ég fór til Brynjars og hitti þar fyrir Gústa, Arnþór, Ella skrýtna og Sigrúnu og seinna komu Steini og María. Við skáluðum fyrir nýju ári og héldum svo niðrí bæ. Við fórum í e-ð partý á Kaffi Reykjavík og hittum þar fyrir marga gamla skólafélaga. Atli var þar á rassgatinu eins og venjulega og hrókur alls fagnaðar. Við stöldruðum stutt við, tókum síðan stutt rölt og förum síðan fljótlega heim. Sem sagt mjög rólegt gamlárskvöld og alkóhólmagn í algjöru lágmarki og ég er mjög sáttur við það þar sem að ég upplifði það í fyrsta skipti í langan tíma í dag að vera ekki nývaknaður og skelþunnur þegar ættin kemur í mat á nýársdag.
Já og svo vann United og Liverpool tapaði þannig að þetta reyndust verða ágætis áramót. Tumi var á Old Trafford og litlu munaði að hann yrði vitni skelfilegu tapi gegn Sunderland en geldingurinn á hægri kantinum og Paul Scholes björguðu deginum, til hamingju Tumi.