12.1.03

Spilafíkill!
"Spilafíkill ég er spilafíkill, spilakassi er besti vinur minn" syngja drengirnir í Búdrýgindi. Fyrstu fréttirnar sem ég heyrði eftir að ég vaknaði voru þær að hetja Íslands, Eiður Smári, væri spilafíkill. Eiður tapaðí 50 milljónum á 4 mánuðum í spilavítum og er nú að vinna sig út úr skuldunum. Þetta er sorglegt mál og vonandi að drengurinn nái að sigrast á fíkn sinni því ekki viljum við að hann verði hinn íslenski George Best.
Síðustu fréttir sem ég heyrði áður en ég fór að sofa voru öllu gleðilegri en þær voru að óvænti gesturinn í the Lick Party væri sjálfur LL Kældur J. Gústi fékk úr honum við þessar fréttir og hann og Arnie drifu sig á svæðið en við Brynjar erum það mikil celeb að við kipptum okkur lítið upp við þetta og fórum heim.
Í gær fór fjölskyldan í Ystaseli niðrí kjallara og hóf langþráðan fornleifauppgröft. Upp úr krafsinu kom fyrsti hjálmur sem kom til Íslands, fyrsti símsvari heimsins og elsta útvarp veraldarinnar svo að e-ð sé nefnt. Draslið var gríðarlegt og Eiki kom á svæðið með jeppa og kerru og hjálpaði mér við að fara með draslið á Sorpu. Á Sorpu var ég, þessi mikli rólyndismaður, mjög nálægt því að berja gamlan kall. Þessi gamli kall var að vinna þarna og eipaði gjörsamlega á mig, öskraði e-ð á mig, hljóp að mér og fór að ýta mér og gjörsamlega missti það. Ég nenni nú ekki að segja alla söguna en mér fannst brotið á rétti mínum og ég gjörsamlega missti það á móti og stóð sjálfan mig að því að öskra á e-n geðsjúkan ellismell fyrir framan fullt af fólki og litlu munaði að ég hefði hent honum ofaní einn gáminn en ég náði að hemja mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home