4.1.03

Hér!
Þetta er búinn að vera alveg stórfínn dagur, menningardagur.
Dagurinn byrjaði á því að United vann Portsmouth örugglega 4-1.
Ég, Gústimótó og Drífa fórum síðan og skoðuðum Reykjavík úr toppi Hallgrímskirkjuturns, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður en skemmtilegt engu að síður. Drífa dreif (ha ha ha) sig síðan burt en við Gústi héldum menningarferðinni áfram og skoðuðum listaverk Einars Jónssonar, hmm...yes. Menningardeginum var ekki lokið þar með því við fórum í Skífuna þar sem að ég fjárfesti í safndiskinum með Megasi og lofar hann mjög góðu.
Að þessu loknu fór ég heim og sá mér til mikillar gleði að Everton tapaði á móti Shrewsbury, já Shrewsbury. Sem er mjög gott því að ég var að fara í skvass með honum Viðari aka Vidda Keðju sem er einmitt einn harðasti Everton-aðdáandi á Íslandi. Það var svo ekki að bæta úr skák fyrir hann Vidda kallinn að ég rústaði honum í skvassi. Að segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni væri understatement.
Nú skal haldið í teiti til Colin Thomas Campbell að Hólavallagötu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home