6.1.03

Upp komst um strákinn Tuma
Í gær var nú bara alveg stórfínt partý heima hjá honum Tuma kallinum. Það var nokkuð margmennt og ansi góðmennt. Nokkur skemmtileg atvik standa uppúr svo sem þegar Brynjar fór að tala um að það væri einhver gaur í MR að fara að slá einkunnametið en það sem hann vissi ekki var að þessi sami gaur sat svona 2 metra frá honum, mjög skemmtilegt. Síðan voru menn farnir að drekka úr skálum og skála, margir voru við skál og of margir misgóðir brandarar litu dagsins ljós (hmm...Gústi...hmm...hóst). Skálað var fyrir brottför Eggerts furrier sem er farinn aftur til Ungverjalands. Atli sem er annars frábær náungi og alls enginn gyðingur og ekki með kívílaga haus gerði sér svo lítið fyrir og steikti höndina á sér á eldavélarhellu Tumans og sögðu fróðir menn að hann hafi hlotið 3. stigs brunasár en hann lét það ekki aftra sér frá því að halda gleðskapnum áfram.
Við Hrútar vorum hjá Tumanum langt fram eftir nóttu en um hálffjögur tókum við Drífa stystu bæjarferð sögunnar. Ferðin var u.þ.b. 10 mín og við fórum hvergi inn nema í rauðu dolluna hans Gústa en hann skutlaði mér, Arnie og Drífu heim. Annars mjög gott kvöld sko. Gott framtak Tumi!
Vælir út í veður og vind um vetrarnætur langt meðan ljótir kallar liggja með mömmu og pabbi drusludauður í kompu úr drykkju liggur hlandbrunnið braggabarn í barnavagni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home