10.1.03

Bílaapinn
Ég fór í dag ásamt nokkrum Hrútum að reynsluaka einum BMW. Þar sem við vorum aðeins 21 árs en ekki þrítugir urðum við að gera okkur að góðu að aka gripnum í hringi á bílaplaninu - hvílíkt rugl!!! Það kaupir enginn bíl nema að hann fái að reynsluaka honum og við reyndum að segja apanum sem að afgreiddi okkur það. Þá sagði fíflið (sem var ábyggilega ekki mikið meira en svona einu ári eldri en við) "ég man nú þegar ég var nýbúinn að fá bílprófið þá flakkaði maður á milli allra bílasalanna og vildi fá að reynsluaka, já ég man það, ha?" Ertu fífl!!! Þú ert í mesta lagi svona einu ári eldri en við og við erum ekki nýkomnir með bílpróf!!! Þetta voru viðbrögð æstra Hrúta sem voru ekki sáttir. Ég ætla að mæta þarna með Eika á morgun, hann lítur út fyrir að vera 52 ára gömul kona þannig að hann fær kannski leyfi til að fara á bílnum auk þess er hann bifvélavirki in the making þannig að það er skynsamlegt að láta hann tékka á bílnum áður en að af kaupum verður þ.e.a.s. ef að fíflið á bílasölunni getur séð í gegnum fingur sér og leyfir mönnum yngri en þrítugt að kaupa bíla.
Þetta var raunasaga en annars var ég að lesa raunasögu Ungverjans og það er raunasaga í lagi. Raunasaga hefur sennilega aldrei áður komið jafnoft fyrir í einni málsgrein. Raunasaga.
Atli er væntanlega á skallanum í kvöld með Úlla Hauks, gaman að því.
Við Hrútar vorum að velta því fyrir okkur um daginn að fá okkur svona einkanúmer einsog Skímó voru með. Hrútur1, Hrútur2, Hrútur3 o.s.frv. er sennilega of langt. Því kom upp sú hugmynd að stytta nöfnin okkar, taka byrjunina á þeim og setja svo ss í miðjuna. Ég yrði þá Dassi, Gústi yrði Gussi, Arnþór yrði Assi og Brynjar yrði Bryssi svo að dæmi séu tekin. Tumi yrði svo Tussi - gaman að því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home