Gústi
Þetta er aldeilis búinn að vera fínn dagur. Vaknaði óvenju snemma í dag eða um kl 1330. Ég, Arnie og Gústi tókum svo rúntinn um bílasölurnar, ég er nefnilega að spá í að fá mér jafnvel eitt stykki bíl eftir að ég fékk yfirlitið frá bankanum í gær og sá að ég er miklu ríkari en ég hélt að ég væri. Þrír fallegir bílar koma nú helst til greina eftir þessa skoðun; Golf, Passat og BMW.
Annars er Gústi maður dagsins því hann gerði sér lítið fyrir og bauð okkur strákunum bara út að borða. Höfðinglegt mjög af drengnum.
Annar hápunktur dagsins var svo þegar að ég fékk skemmtilegt sms. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sms-ið innihélt einkunina mína úr fyrsta prófinu. Ég var nokkuð tæpur í tveimur prófum að ég hélt og þetta var annað þeirra. Ég bjóst alveg eins við falli og það kom mér því skemmtilega á óvart að ég fékk solid áttu. Mikil schnilld það.
Síðan barst það í tal í dag að skynsamlegt væri að ég myndi ættleiða Senegalann Papa Boupa Dioup en ég á eftir að melta það örlítið og velta því fyrir mér áður en ég tek ákvörðun.
Ég heyrði í Eikanum í gær á afmælisdegi hans. Hann samþykkti að koma til mín um helgina og hjálpa mér að henda drasli úr kjallaranum. Arnþór kom með þá hugmynd að setja upp súlu í kjallaranum líkt og Ungverjinn hefur í súlnasal sínum. Þetta er hugmynd sem vert er að skoða en hann stakk líka upp á því að ég kæmi mér upp gufubaði og heitum potti og þá væri ég orðinn góður. Aðrar hugmyndir eru vel þegnar. Einnig mega áhugasamir Hrútar sem og aðrir gjarnan veita okkur Eika hjálparhönd en það veit Guðmundur að fróðlegt er að kíkja í kjallarann í Ystaselinu, maður veit aldrei hvað kann að leynast þar. Í gær fann ég t.d. í einhverjum gömlum kistli almanak Þjóðvinafélagsins frá árinu 1907! Ég er handviss um að enn eldri hlutir leynast ef dýpra er grafið. Handritin heim.
Þetta er aldeilis búinn að vera fínn dagur. Vaknaði óvenju snemma í dag eða um kl 1330. Ég, Arnie og Gústi tókum svo rúntinn um bílasölurnar, ég er nefnilega að spá í að fá mér jafnvel eitt stykki bíl eftir að ég fékk yfirlitið frá bankanum í gær og sá að ég er miklu ríkari en ég hélt að ég væri. Þrír fallegir bílar koma nú helst til greina eftir þessa skoðun; Golf, Passat og BMW.
Annars er Gústi maður dagsins því hann gerði sér lítið fyrir og bauð okkur strákunum bara út að borða. Höfðinglegt mjög af drengnum.
Annar hápunktur dagsins var svo þegar að ég fékk skemmtilegt sms. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sms-ið innihélt einkunina mína úr fyrsta prófinu. Ég var nokkuð tæpur í tveimur prófum að ég hélt og þetta var annað þeirra. Ég bjóst alveg eins við falli og það kom mér því skemmtilega á óvart að ég fékk solid áttu. Mikil schnilld það.
Síðan barst það í tal í dag að skynsamlegt væri að ég myndi ættleiða Senegalann Papa Boupa Dioup en ég á eftir að melta það örlítið og velta því fyrir mér áður en ég tek ákvörðun.
Ég heyrði í Eikanum í gær á afmælisdegi hans. Hann samþykkti að koma til mín um helgina og hjálpa mér að henda drasli úr kjallaranum. Arnþór kom með þá hugmynd að setja upp súlu í kjallaranum líkt og Ungverjinn hefur í súlnasal sínum. Þetta er hugmynd sem vert er að skoða en hann stakk líka upp á því að ég kæmi mér upp gufubaði og heitum potti og þá væri ég orðinn góður. Aðrar hugmyndir eru vel þegnar. Einnig mega áhugasamir Hrútar sem og aðrir gjarnan veita okkur Eika hjálparhönd en það veit Guðmundur að fróðlegt er að kíkja í kjallarann í Ystaselinu, maður veit aldrei hvað kann að leynast þar. Í gær fann ég t.d. í einhverjum gömlum kistli almanak Þjóðvinafélagsins frá árinu 1907! Ég er handviss um að enn eldri hlutir leynast ef dýpra er grafið. Handritin heim.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home