22.1.03

Hér!
Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég söðlað um og ákveðið að taka 60 einingar í stjórnmálafræði og 30 einingar í félagsfræði í stað 90 eininga í stjórnmálafræðinni eins og til stóð. Í morgun fór ég í minn fyrsta tíma í félagsfræði og mér líst bara ljómandi vel á þetta. Kúlan var ekki mætt en þarna voru celeb eins og Andrea Róberts, Helgi frændi hans Brynjars og geðveiki gaurinn úr sálfræði. Ég bjóst ekki við að þekkja marga aðra en Kúluna en svo mætti hún ekki. Það kom ekki að sök því ég sat við hliðina á honum Gulla, varnarbuffi úr handboltaliði Fram. Hann er einna þekktastur fyrir það (auk þess að vera varnarbuff) að vera bróðir hins markheppna sjúkraþjálfara Ásmundar Arnarsonar.

Við Arnþór fórum í hádeginu og reynsluókum einum bíl. Bíll sá er Audi A3, árgerð 1999, grár að lit, keyrður 65 þús. km, 101 hestafl og lofar ansi góðu. Aldrei þessu vant fengum við nú að fara lengra en einn hring á bílastæðinu. Ég fékk að hafa bílinn í einhverjar 20 mínútur og við fórum í smábíltúr og það kom í ljós að það er ágætis kraftur í bílnum. Það má finna mynd af gripnum hér.

Ég var að klára að horfa High Fidelity á stöð 2, góð mynd það.

En jæja þá er ég farinn aftur í skólann, tími hjá mr Albert Johnson NSA, National Security Adviser. Svo er bara að vona að United vinni Blackburn í kvöld og salti svo tussurnar í Liverpool á þúsaldarleikvanginum í mars.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home