29.1.03

Íslendingarnir gera það gott í enska
Þrír Íslendingar skoruðu fyrir lið sín í enska boltanum í kvöld. Bergsson skoraði fyrir Bolton sem tapaði fyrir liði í toppbaráttunni, Everton. Jói Kalli gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi í sínum fyrsta leik með Aston Villa (hann getur reyndar ekkert annað en tekið aukaspyrnur, það er reyndar alveg þokkalegt , lítið bara á Beckham) og Aston Villa vann Boro 5-2. Síðan skoraði Eiður Smári eitt af mörkum tímabilsins í 2-1 sigri Chelsea á Leeds. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði með nettri hjólhestaspyrnu rétt fyrir innan vítateig. Ég á eftir að sjá markið hjá Jóa Kalla en það þarf að vera ansi flott til að toppa þetta mark hjá Smáranum. Reyndar skoraði ég geðveikt mark með skalla á æfingu í kvöld eftir sendingu frá Andra Fannari (hver trúir þessu?)
Hér fyrir neðan má sjá Smárann setj'ann í leiknum í kvöld


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home