29.12.03

Moki moki
Dagurinn í dag er búinn að vera vægast sagt frábrugðinn öðrum dögum í þessu jólafríi. Ég er núna nýkominn inn eftir að hafa verið að úti að moka gangstéttina og planið hérna heima og ýta óteljandi vitleysingum sem allir tóku upp á því að festa sig beint fyrir utan hjá mér. Þetta er semsagt búið að vera hin besta líkamsrækt enda veitir ekki af ef feita barnið á að vera komið í form þegar að rúmenski þjálfarinn kemur til landsins eftir mánuð.
Ég var að tékka á stundaskránni minni fyrir vorönn áðan. Það er eitthvað sem segir mér að ég verði ágætlega sofinn og úthvíldur næstu mánuði því ég er einungis í tveimur tímum á viku; klukkan 0930-1130 á þriðjudögum og 1000-1200 á miðvikudögum. Magnaður andskoti!
Spurning hvað verður gert um áramótin. Atli o.fl. eru að fara í partý sem að Megasinn mætir víst í. Þannig er mál með vexti að kærasti vinkonu stelpunnar sem heldur partýið er vinur Megasar. Kærasti þessarar stelpu (sem er 22 ára) er semsagt sextugur kall sem er þar að auki góður vinur Megasar - gæfulegt.
Heyrði í Arnþóri áðan. Kappinn er staddur í Skotlandi að horfa á 9 ára stelpur keppa í skvassi. Hann bað að heilsa öllum Hrútum og er því hér með komið til skila.

24.12.03

Gleðileg jól!!!
Buffhrúturinn mikli óskar landsmönnum öllum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

23.12.03

Vindlingar og viský og villtar meyjar
Jæja þá er Þorláksmessa að kveldi komin. Skatan rann ljúflega niður og bragðaðist alls ekki jafnilla og mig minnti. Ekki misskilja mig, hún var vissulega vond en ekki jafnslæm og hún var í minningunni. Hver veit nema maður eigi eftir að borða þennan viðbjóð með bestu lyst þegar maður verður orðinn eldri Hrútur.
Ég fór síðan og tók bæjarrölt áðan með Heiðu, Gústa, Arnþóri, Atla og Steina. Mörg celeb voru á staðnum en röltið var stutt í þetta skiptið vegna gríðarlegs kulda. Við dúndruðum okkur inn á Kaffi Viktor og fengum okkur í svanginn. Mjög sáttur.
Ekki fórum við á Megasukk á Borginni en ég er hins vegar að hlusta á þá núna á Rás 2. Megasinn er alveg hreint í fínu formi bara.
Rauðar rútur!
Ein pæling, ég á nefnilega eftir að ryksuga. Eða er það? Á ég ekki frekar eftir að ryksjúga? Hvernig stendur á því að það segja alltaf allir "að ryksuga"? Ætti maður ekki frekar að segja "að ryksjúga"? Það er nefnilega þannig ryksugan sýgur rykið. Já þetta er skemmtileg pæling.
Ég á mér eina víðáttu mikla frú.
Flaur!
Buffhrúturinn er hér.
Föruneyti Hrútanna fór í Smárabíó á sunnudaginn og smellti sér á LOTR III. Farið var í Lúxussalinn í boði Sverris og Gústa Bergmanns. Svessi var eitthvað að tala um að skera hjartað úr sér með skeið en Gústi hlustaði ekkert á hann og tók eitt létt dollíopptsjaggí í hausinn á honum. Myndin var annars ansi mögnuð en það hefði alveg mátt stytta væmna partinn með Hobbitunum í lokin. Skemmtilegt atriði líka þegar The Eagles mættu á svæðið. Já já.
Í gær fór ég á tónleika við kertaljós í Dómkirkjunni -> rómantík, sei sei sei. Síðan horfðum við Heiða á Christmas Vacation með Chevy Chase sem er náttúrulega mikil snilld og ómissandi svona rétt fyrir jólin. Kláraði jólagjafirnar að mestu leyti í gær og svo er það kirkjugarðurinn í dag og eitthvað rölt í bænum í kvöld og þá er þetta komið. Hver veit nema maður skelli sér á Megasukk á Hótel Borg.
Ég fékk líka fyrstu einkunnina mína áðan en það var solid átta í fjölmiðlafræði, nokkuð sáttur við það bara.
Ég gleymdi einu. Þessi jól eru nokkuð óhefðbundin hér í Ystaseli fyrir þær sakir að tvær konur frá Danaveldi dvelja hér. Önnur þeirra er íslensk vinkona mömmu sem hefur búið í Danmörku í einhver 40 ár og hin er dönsk vinkona hennar. Báðar reykja þær eins og strompar og mamma tók þá einstaklega slöku ákvörðun að leyfa þeim að reykja inni. Húsið angar því af viðbjóði og þetta er ekki bara venjuleg reykingalykt (sem er nógu andskoti vond) heldur reykja þær einhverjar danskar viðbjóðslegar sígarettur sem lykta eins og endaþarmur djöfulsins. Andskotinn!!! Ekki nóg með það þá tóku foreldrar mínir upp á því að fjárfesta í skötufjanda til að leyfa Dönunum að smakka á alvöru íslenskum mat og því má búast við að húsið lykti eins og hreinasta helvíti þegar það fer að líða á daginn.
Já þetta er hinn sanni jólaandi.
Bið að heilsa í bili.

18.12.03

Prófin búin!
Jæja þá eru prófin loksins búin. Síðasta prófið var í morgun og ég er nú ekkert hoppandi glaður því það gekk ekkert allt of vel. Ég á reyndar von á því að fá alveg ásættanlegar einkunnir í fjórum námskeiðum af fimm. Ég er hins vegar að pæla í að fara að sofa núna til að vinna upp tapaðan svefn.
Það er náttúrulega djöfulsins snilld að vera kominn í jólafrí og þurfa ekki að mæta í skólann næsta mánuðinn. Skemmtanir verða hafðar í hávegum næstu daga. Ég er að spá í að byrja rólega og fara kannski í bíó með ástkonu minni í kvöld. Síðan er náttúrulega pabbi hans Atla með partý og mér og litla pabba er boðið. Annað kvöld er það svo útskriftarveislu hjá honum Eyjó kallinum. Strákurinn að klára stúdentinn og til hamingju með það. Á laugardaginn verður svo sameiginlegt próflokadjamm hjá félagsvísindadeild og það er nokkuð ljóst að það verður einhver vitleysa. Ekki má gleyma því að á sunnudaginn munum við Hrútar (og fleiri) fjölmenna á forsýningu á LOTR 3 í VIP-salnum í Smárabíói. Það verður magnað.
Celebrimbor Telemnar kveður frá Hlöðunni í síðasta sinn á þessu ári og er farinn að sofa.

15.12.03

Rasismi
Ég er að fara í próf í námskeiðinu Um rasisma á miðvikudaginn. Mér datt í hug að læða inn hérna einum fróðleiksmola ykkur til skemmtunar:
Franski líffræðingurinn Cuvier hélt því fram að engum undrum sætti að hvíti maðurinn hefði lagt heiminn undir sig og að framfarir hans í vísindum væri mestar. Ástæðuna fann hann í hörundslitnum, þ.e. hvíti maðurinn er fremstur vegna þess að hann er hvítur.
Já sannarlega góð röksemdafærsla hjá honum Cuvier kallinum. Hann var sko allavega ekkert fífl.

13.12.03

Jói Hauks!
Já hann Jói Hauks er magnaður náungi. Næsta próf sem ég fer í er einmitt hjá honum í námskeiðinu Um rasisma. Það er spurning hvort að þetta sé ekki nokkurs konar rasismi.
Fór í fyrsta prófið mitt í dag. Það má segja að þungu fargi sé af mér létt. Það gekk svona ágætlega, allt í lagi en ekki vel. Ég tippa á að ég fái solid sjöu í þessu námskeiði. Það er alveg ásættanlegt.
Celebrimbor Telemnar kveður og er farinn út að hlaupa.
Próf!!!
Jæja, Buffhrúturinn er að fara í sitt fyrsta próf á morgun. Smá stress er í gangi og útlitið ekki nógu gott. Undirbúningur hefur verið þónokkur en það má alltaf gera betur. Efnið er alveg fokking mikið og ekki virðist Buffarinn ætla að komast yfir það allt. En hvað um það, ég er bara farinn að sofa og vona það besta. Ég massa þetta bara á morgun.
Svo er Steininn víst kominn til landsins frá Danmörku. Spurning hvort að það verður ekki kíkt á kallinn á mprgun, ávallt gaman að hitta þann mann.
Celebrimbor Telemnar kveður og bíður góða nótt.

12.12.03

Dregið í Meistaradeildinni
Það var verið að draga í Meistaradeildinni rétt í þessu. United fékk Porto og fer sennilega létt með þá. Jæja, þá er að halda áfram að læra, próf á morgun og stemningin ekki allt of góð.
Bayern Munchen - Real Madrid, þokkalegur leikur.

8.12.03

Árnaðaróskir!
Buffhrúturinn óskar Arnþóri til hamingju með afmælið í gær. Strákurinn bara orðinn 22 ára gamall.

5.12.03

Idol
Bara að minna alla á að kjósa Jón Sigurðsson aka fimmhundruðkallinn aka Nomis í Idol í kvöld.
Takk og lifi Megas!
Svona fór um sjóferð þá
Þá er drættinum lokið og hann fór hvorki eins og ég hefði viljað eða eins og ég spáði. Við lentum í 8. riðli og hann lítur svona út:
1. Svíþjóð
2. Króatía
3. Búlgaría
4. Ísland
5. Ungverjaland
6. Malta

Ég verð nú bara að lýsa yfir vonbrigðum með þennan riðil. Við fengum enga af þessum stórþjóðum sem maður hafði verið að vonast eftir; England, Holland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Ok við fengum Svía en þeir teljast nú varla stórþjóð (sorry Atli en svona er þetta bara) og við eigum ekki séns á að vinna þá. Við fengum Króatíu - það hefði verið gaman að fá þá fyrir nokkrum árum þegar gaurar á borð við Suker, Boban, Prosinecki og fleiri voru að spila en ég held að þeir séu allir hættir núna. Samt tel ég möguleika okkur gegn þeim ekkert sérstaklega góða. Við gætum slysast til að vinna þá heima (sem við verðum að gera) en við eigum ekki séns úti. Aftur drögumst við á móti Búlgaríu. Balakov er hættur og við eigum að geta tekið þessa Búlgari og skipt um styrkleikaflokk við þá. Síðan eru það Ungverjar og mig grunar að við gætum átt í erfiðleikum með þá. Þeir eru að koma sterkir inn og ég spái að við gerum aðeins jafnftefli við þá heima en töpum úti. Ég nenni ekki einu sinni að tala um Möltu, það verður náttúrulega skandall ef við vinnum ekki báða leikina á móti þeim.
Mín spá er sem sagt sú að við töpum báðum leikjunum á móti Svíum (0 stig), komum á óvart og vinnum Króatíu heima en töpum úti (3 stig), vinnum Búlgaríu heima og gerum jafntefli úti (4 stig), gerum jafntefli við Ungverja heima og töpum úti (1 stig) og vinnum síðan báða leikina á móti Möltu (6 stig). Þetta þýðir að við fáum 14 stig og lendum í hinu mjög svo svekkjandi 3. sæti riðilsins og komumst ekki í umspil og verðum að bíða enn lengur eftir því að komast á stórmót.
Sorry en svona er þetta bara.
Horft á dráttinn í beinni
Ég er að horfa á dráttinn í beinni og við drógumst í 8. riðil með Ungverjalandi og Möltu. Þetta er sex liða riðill og nú er að sjá hvaða þjóðir í styrkleikaflokkunum fyrir ofan okkur lenda með okkur í riðli. Og það er Búlgaría úr 3. flokki. Nú er það 2. flokkur og það er Króatía uss uss uss. Og að lokum er það 1. flokkur plesae komdu með England...Nei andskotinn við fáum djöfulsins Svíana...Andskotinn!!!
En allavega, þetta var Buffhrúturinn - ávallt fyrstur með fréttirnar.
Með hverjum lendir Ísland í riðli?
Nú innan stundar verður dregið í riðla forkeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2006. Menn iða í skinninu að fá að vita á móti hvaða þjóðum Íslendingar dragast. Þjóðunum 51 er skipt í 8 styrkleikaflokka og verður ein þjóð úr hverjum flokki í hverjum riðli.

Ég vonast til að riðill Íslendinga líti svona út:
1. England
2. Holland
3. Skotland
4. Ísland
5. Kýpur
6. San Marínó

Ég ælta hins vegar að spá því að riðill okkar Íslendinga verði svona:
1. Tékkland
2. Króatía
3. Austurríki
4. Ísland
5. Eistland
6. Færeyjar

Sjö þjóðir verða í þremur riðlum en ég er nokkuð viss um að Ísland lendi í sex liða riðli.
Svo er bara að sjá hversu sannspár kallinn reynist.
Er hann að syngja sitt síðasta?
Það er gaman að segja frá því að menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram tillögu þess efnis að Megas verði einn þeirra 25 listmanna sem hljóti heiðurslaun á næsta ári. Verði tillagan samþykkt, sem er svona 100% öruggt, þá fær Megasinn hvorki meira né minna en 1,6 milljónir í vasann. Það er nú aldeilis gott fyrir Megasinn og þýðir að hann getur nokkuð reglulega fyllt á lyfjaskápinn sinn. Þessar fréttir eru hins vegar ekki jafn góðar fyrir dygga stuðningsmenn og aðdáendur kappans því gera má ráð fyrir því að tónleikum hans fækki einfaldlega vegna þess að hann þarf ekki á þeim að halda til þess að eiga fyrir næsta skammti. Auk þess er Megas nú kominn á lista með 24 listamönnum sem flestir eru komnir vel á aldur og í raun má segja að þetta séu nokkurs konar eftirlaun. Það kemur hins vegar sennilega til með að gleðja einhverja að Vigdís Grímsdóttir (meint lesbía) er einnig á meðal tilnefndra.

4.12.03

Ha?
Hvernig er það, talar Gunnar Birgisson með rassgatinu eða rekur hann við með andlitinu?
Bara svona pæling hjá mér.
Önnur pæling hér. Fór með Heiðu á Mystic River í gær. Fín mynd og allt það. Við vorum sammála um það að Sean Penn væri nokkuð svalur náungi. Samræður okkar fóru að snúast um svala náunga og því var haldið fram að Al Pacino væri nokkuð svalur náungi eða hefði að minnsta kosti verið drullusvalur þegar hann var upp á sitt besta í Godfather og svona. Í framhaldinu fórum við að pæla í því hver væri Al Pacino Íslands þ.e.a.s. hvaða Íslendingur gæti gert tilkall til þess að teljast svalur gaur. Við komumst ekki að neinni niðurstöðu, hvað finnst ykkur?
SLAUR!