27.11.03

Sir Beckham!
Svalasta sjöan, David Beckham, var öðluð í dag.
Skemmtilegt.
Góða nótt
Ég hitti ykkur hress eftir u.þ.b. þriggja tíma svefn.
Þetta er bullið!
Ég veit að Kjötið og Stiftamtmaðurinn vita hvað ég er að tala um.

21.11.03

Arnþór.is
Arnþór Jón Þorvarðsson aka SLAUR tekur í kvöld þátt í keppninni ungrú Ísland.is. Keppnin fer að þessu sinni fram í Veggsporti og þar er Arnþór svo sannarlega á heimavelli enda búinn að æfa vel undir stjórn Jónínu Ben að undanförnu. Buffhrúturinn óskar Arnþóri góðs gengis og skorar á fólk að mæta nú í kvöld og styðja strákinn. Húsið opnar klukkan 2000 og verndari keppninnar er Garðar Gunnlaugsson.
Idol í kvöld
Fyrst að maður er sestur hérna niður og byrjaður að blogga þá er nú um að gera að gera það almennilega.
Ég skora á fólk (sem á annað borð horfir á keppnina sem eru sennilega flestir aðrir en Gústi slaur) að veita honum Jóni Sigurðssyni eða Nomis eins og hann kýs að kalla sig á Fram-spjallinu atkvæði sitt. Ekki nóg með það að maðurinn sé gríðarlegur Framari þá er hann líka frændi hans Eika og þar að auki sláandi líkur Clay Aiken.
Allavega þá ætlum við að hittast í Partýhöllinni í kvöld (eða hvað?) og horfa á þessa helstu þætti eins og Simpson, Family Guy, Idol og Atvinnumanninn eða nei ekki Atvinnumanninn, hann er hættur, hvað ætli komi í staðinn?.
Setjum L
Bíllinn minn, ég elska bílinn minn
Það er gaman að segja frá því að þegar ég var að keyra heim áðan lenti ég fyrir aftan bíl með númeraplötuna BT 528. Eitthvað fannst mér ég kannast við númerið og viti menn þarna var kominn gamli bíllinn minn sem ég klessukeyrði í september á síðasta ári. Það sá náttúrulega ekki á bílnum, hann var eins og nýr. Það urðu miklir fagnaðarfundir með okkur félögunum en eftir að við höfðum tekið dágóðan tíma í að catch up þá spurði hann mig af hverju ég hefði yfirgefið hann. Ég sagði honum bara eins og var að hann hefði verið bölvuð drusla og auk þess hefði ég fengið allt of hátt verð fyrir hann. Ég kvaddi síðan minn gamla félaga og hringdi í Jens. En í dag er ég blessunarlega sköllóttur.
Þetta er skandall!
Í morgun heyrði ég að Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings/Búnaðaranka og Hreiðar Már Sigurðsson (ekki sonur hans), framkvæmdastjóri bankans hafi keypt hlutabréf í bankanum fyrir litlar 950 milljónir króna. Gengið á bréfunum sem þeir keyptu var 156 en lokaverð á hlutabréfum í bankanum í Kauphöll Íslands var 216. Það þýðir að ef þeir félagar seldu á því gengi næmi söluverð bréfanna 1315 milljónum króna sem þýddi að þeir hefðu þá hagnast um 365 milljónir króna hvor. Að vísu verða þeir að eiga bréfin í 5 ár áður en þeir geta selt þau en mér skilst að ef að verð bréfanna lækkar á næstu 5 árum þá taki bankinn þá lækkun á sig. Þetta er víst hluti af ráðningarsamningi félaganna við bankann en common þetta er náttúrulega algjört rugl! Það hefur verið talað um að eðlilegt sá að gera ráðningarsamninga við starfsmenn sem virka þannig að ef fyrirtækinu gengur vel og þeir eru að gera góða hluti þá hagnist starfsmennirnir á því og njóti góðs af því. Þeir félagar Sigurður og Hreiðar hljóta því að vera búnir að gera ansi magnaða hluti að undanförnu ef það á að réttlæta þessa steypu.
Þarna hafiði það, þetta var samfélagsgagnrýni vikunnar hér á Buffhrútnum og Atli, þú getur tekið þessa einkavæðingu þína og troðið henni upp í stóra sænska rassgatið á þér!
LIFI KOMMÚNISMINN!!!

18.11.03

Niðurstöður könnunar
Nú eru komnar niðurstöður í fjölmiðlakönnunina sem Buffhrúturinn hefur staðið fyrir á síðu sinni undanfarna viku. Spurt var hver væri að mati lesenda síðunnar slakasti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi í dag. Fljótlega eftir að könnunin var birt bárust kvartanir þess efnis að marga slaka fjölmiðlamenn vantaði á listann yfir þá sem velja mátti á milli.
Niðurstaðan er hins vegar sú að tveir einstaklingar deila titlinum "Slakasti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi í dag" en það eru þau frændsystkin Ásgeir Kolbeins og Skelfilega gellan í Ísland í Bítið með tæplega 27% atkvæða hvort. Þau sigruðu með nokkrum yfirburðum. Arthúr í Djúpu Lauginni kom sterkur inn til að byrja með en missti flugið þegar á leið. Jónas R. fékk aðeins 10% atkvæða og aðrir voru með minna. Það kom Buffhrútinum hins vegar verulega á óvart hversu vel Kristján Kristjánsson í Kastljósinu kom út en hann virðist falla vel í kramið.
En svona er þetta víst. Leiðinlegt að missa af afmælistónleikum X-ins í kvöld en maður þarf víst að fara að keppa við KR í Egilshöllinni.
Later á þetta!
Styttist í 10.000!
Nú styttist óðum í gest númer 10.000 hér á síðu Buffhrútarins. Vart þarf að taka fram að hins heppna sem verður gestur númer 10.000 bíða vegleg verðlaun. Nánar auglýst síðar.
Auf Wiedersehen!

14.11.03

Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón
Var að koma heim af Megasartónleikunum, fínir tónleikar.
Við Stiftamtmaðurinn vorum mættir í Stúdentakjallarann rétt upp úr hálfátta og Keðjan kom skömmu síðar. Við mættum snemma til að tryggja okkur góð sæti enda bjuggumst við við að fullt yrði út úr dyrum. Við hefðum hinsvegar ekki þurft að mæta svona snemma því að Megasinn lét ekki sjá sig fyrr en um hálfellefu. Það var svo sem allt í lagi því að þarna vorum við í góðra vina hópi. Atlinn lét sjá sig sem og Linda og þeir Andri Fannar og Hjalti úr Sveittum Gangavörðum og séra Jón mætti en því miður sá Jón sér ekki fært að mæta.
Megasinn var í fínu formi og eftir tíu mínútna hlé (sem var reyndar nær 40 mín) tók hann alla sína helstu slagara við góðar undirtektir tónleikagesta. Fjöldi útlendinga var í salnum og skildu þeir ekkert í því hvaða gamli dópisti þetta væri sem væri að þenja sig á sviðinu. Stiftamtmaðurinn tók því að sér að fræða þá um meistarann og sagði að þarna væri legend á ferð, a musical genious if you like.
Fantagóðir tónleikar hjá Megasnum en á morgun en það bara Ragnminton og herrakvöld Fram sem bíður.
Góðar stundir.

13.11.03

MEGAS!
Ég vildi bara minna ykkur á að mæta á tónleikana með meistara Megasi í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan 2000. Vonir standa til að meistarinn verði hæfilega drukkinn og dópaður eða þannig að hann verði með besta móti skiljanlegur. Það er reyndar ekkert ógurlega líklegt en allt er mögulegt og maður verður bara að halda í vonina.
Í gær unnum við Framarar öruggan sigur á KR 3-2 en það er svo sem ekki í frásögur færandi.
En í því að þiggja Eirabs gjöf var engin dýrinu þægð - sjáumst í Stúdentakjallaranum!!!

11.11.03

Sjúkt
Jæja komiði sæl. Maður er nú bara að læra hérna. Jú ég er víst að læra.
Sem ég var að lesa fyrir næsta tíma í afbrotafræði (sem er afar áhugavert fag) varð eftirfarandi saga á vegi mínum:
41 árs gamall maður John Goff var 29. ágúst árið 2002 sakfelldur fyrir að gera 15 ára stjúpdóttur sína barnshafandi. John kallinn notaði ekki hefðbundnu aðferðina í þetta skiptið heldur sprautaði sæði sínu í stjúdótturina með hjálp lítillar sprautu sem hann hafði fjárfest í. Þannig var mál með vexti að John og móðir stúlkunnar höfðu komið að máli við hana og beðið hana um að eignast barn fyrir móður sína (fullkomlega eðlilegt). Hún samþykkti það hins vegar ekki og því greip John til þess ráðs að ná í byssuna sína og hótaði að drepa móðurina ef að dóttirin gerði ekki það sem þau báðu hana um (eðlilega). Þessu næst gaf hann stjúpdótturinni eina sprautu.
John var dæmdur í 20 ára fangelsi. Heppinn?

10.11.03

Létt könnun hér
Hver er að þínu mati slakasti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi í dag?
View Results


6.11.03

Seníll kall
Þið sem að venjið komur ykkur á Þjóðarbókhlöðuna kannist við gamla kallinn sem er alltaf þar og sífellt að tala við sjálfan sig. Allavega þá er hann að fara á kostum í þessum töluðu orðum. Hann labbar hérna fram og til baka og blótar eitthvað á þessa leið: "Andskotans, djöfullinn sjálfur, he he he, andskotans." Svo stendur hann hérna fyrir framan ljósritunarherbergið og bankar og bankar en enginn svarar. Hann lætur það þó ekki stoppa sig og heldur áfram að banka, að því er virðist endalaust. Og hann segir við sjálfan sig (og okkur öll um leið): "Andskotans vitleysa að vera að standa í þessu. Hvar er hann eiginlega núna? Hvert er þetta þjóðfélag að fara? Andskotans!"
Já það er gaman að gamla seníla kallinum á Þjóðarbókhlöðunni.

4.11.03

Þúsund kossa nótt!
Myndbandið við lagið Þúsund kossa nótt með Bubba er í sjónvarpinu akkúrat núna. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað þetta lag er hreinasti viðbjóður og sennilega lélegasta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt.

3.11.03

Góð saga
Skemmtilegar umræður hafa skapast á Fram-spjallinu í kjölfar ráðningar rúmenska þjálfarans Ion Geolgau. Eftirfarandi saga birtist í dag og er höfundur hennar enginn annar en faðir sjálfs Stiftamtmannsins.


Af gefnu tilefni skal það tekið fram að öll þessi skrif mín er hreinn hugarburður og eru allar samlíkingar, atburðir og nöfn sem kunna að minna á einstaklinga eða félög hrein tilviljun

Það voru allmargir leikmenn mættir á fyrstu æfingu og ekki laust við að ákveðinnar spennu gætti í hópnum. Ómar reitt af sér brandara á meðan Beisi stakk hamborgaratæjur úr tönnunum. Viðar hafði gleymt dótinu heima sem kom reyndar ekki að sök þar sem hann var með vottorð frá Pétri sjúkraþjáfa uppá króniskt minnisleysi. Daði var í óða önn að skrifa ritgerð fyrir Hannes Hólmstein um fráráðnleka vinstrihreyfingarinnar byggða á einkabréfum Hannesar frá námsárunum til Davíðs Oddsonar. Ingvar var að stoppa í gamlan ullarsokk sem hann hafði fundið ofan í geymslu en Eggert sat hugsandi og velti fyrir sér hvor betra hefði verið að fara í handbolta eða körfu. Andri Fannar líktist mest sveittum gangaverði sem læstur hafði verið inní skúringakompu enda Bjössi nýbúinn að tilkynna honum að hann ætlaði að taka gullskóinn í ár. Ragnar og Gunnar Þór höfðu hljótt um sig enda vanir því að spila einangraðar stöður á vellinum. Gunni Mark var að pósa fyrir framan stóran spegil og lét dæluna ganga á afláts enda Vestmannaeyingur í húð og hár. Balli var ekki kominn en Addi og Bjarni Þór voru að rífast um það hvort væri betra Pizza með pepperóni og sveppum eða með skinnku og lauk. Aðrir leikmenn voru að gramsa í dótinu sínu.

Hurðin inní búningsklefan opnaðist skyndilega og Jörundur gekk inn í klefann. Hann kinnkaði kolli til leikmanna og sagði að Jón (Ion) væri að koma. Í sömu svifum byrtist þjálfinn brosmildur en örlítið ógnvekjandi og sagði: (skrifað eftir framburði)

“Góan dija. Jeg hæti Ion Geolgau og skal kenna tikkúm að spjæla fótbolt. Súmir kalla míg Jóa Jarðálfúr men eg væt íkkji kvað tað túíðir. Jeg elska fotbolt men jeg havi aísinni andrar intressur súm jeg sýnist stúttligt. Jeg er gildur limur í Ríðumannafélaginum úí Havn og hopar at jeg geti ríað mikid í Úíslandi”

Gunni mark sprakk úr hlátri augnablik en reyndi að breyta viðbrögðunum í hósta. Ingvar stakk sig á nálinni og roðnaði heil ósköp en Andri va enn fúll.

“Jeg súínist tia er gott at partafjélgid Fram skúli hafa talað vid mig úm at stúíra hesu liji og eg hopar at vit kúnna arbæða gott saman”

Svo virtist sem sumir leikmannanna hefðu ekki orðið varir við innkomu þjálfarans því úr einu horninu heyrðist

“..með auka osti. “

Tannstöngull datt á gólfið.

Ion beindi sjónum sínum að Jörundi sem tók við orðinu og sagði.

“Já, humm, við Jón erum búnir að fara yfir þetta og mér skilst að hann vilji hafa svipað yfirbragð á hlutunum og hjá HáBé í Færeyjum. Þeir náðu góðum árangri og hann hefur trú á að við getum gert slíkt hið sama. Af gefnu tilefni þá vill hann byrja á matarræðinu”

Flestir stirðnuðu upp.

“Mér skilst að megin uppistaða Færeyinga sé eitthvað sem þeir kalla skerpukjöt, - úldið vindþurrkað lambakjöð sem étið er hversdags. Á hátíðis og tillidögum fá menn sér síðan grindhavalakjöt og hvalspik ofaná og kallast það grind og spik. Pizzur, hamborgarar og kínverskt fyrirfinnst ekki á eyjunum. Séu menn sambandssinnar borða menn Holbergpylsur á sunnudögum annars meira skerpukjöt.”

Það leið yfir Beisa. Bjarni og Andrés störðu opinmynntir á aðstoðarþjálfaran, en Gunni mark setti upp fyrirlitningasvip og sagði:

“Iss þetta er ekki neitt. Í mínu ungdæmi átu menn, Lunda og Fíl og skoluðu því niður með úldnum eggjum. Einu sinni fann ég dauðan kött og....”

hann komst ekki lengra enda hafði Jörundur gefið honum merki um að hætta.

“Hvað annað varðar” sagði Jörundur “þá er óstundvísi þjóðaríþrótt Færeyinga, en það kem ég ekki til með að líða, hvorki innan vallar sem utan. Annað var það ekki í dag, en ég reikna með að við Jón komum til með að leggja frekari línur um framhaldið á næst dögum.” hann snéri sér við á leiðinni út og sagði: “Á mánudaginn næstkomandi koma þeir félagar Jeggvan og Trándur með fullt af kjöti, en þeir munu æfa og spila með okkur á næstu leiktíð.”

Söfnuðurinn sat agndofa eftir þegar dyrunum var lokað þangað til Ómar sagði:

“Hey strákar, hafið þið heyrt söguna um Kr-ingin sem.....”

Hálfétin pizzu-sneið klauf loftið og ullarsokkur fylgdi með...............

2.11.03

Metrósexual
Já Buffhrúturinn er kominn fram á ritvöllinn á nýjan leik. Í dag er liðinn einn mánuður frá síðasta bloggi og tel ég því við hæfa að hefja blogg á nýjan leik.
Margt hefur á daga mína drifið á þessum langa tíma sem liðinn er en ég nenni ekki að segja frá því öllu. Ég fór m.a. í vikuferð til Benidorm og skemmti mér konunglega. Menn ferðarinnar voru tvímælalaust partýljónin Josh og Skyler en það er önnur saga sem ég fer kannski nánar útí síðar.
Í gærkvöldi fór ég svo í innflutningspartý til þeirra E og Sigrúnar á Sólvallagötu. Þar voru samankomnir stærðfræðinördar og FM-hnakkar og stemningin mjög góð. Boðið var upp á bollu og kökur og ýmsa smárétti og 80 kg Buffhrúturinn lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Íbúð þeirra E og S er bara helvíti flott og ansi skemmtileg hönnun á speglinum á baðherberginu. Hmm...yes.
Úr innflutningspartýinu héldum við Breiðhyltingar og FM-hnakkar ásamt Skrímslinu í átt að miðbæ Reykjavíkur. Kuldinn var gríðarlegur þannig að ákveðið var að gera stutt stopp á Kaffibrennslunni til að koma líkamshitanum á nýjan leik í 37°. Gaman er að segja frá því að á Brennslunni sátu þrír landsliðsmenn í bakhrindingum að sumbli. Þetta voru þeir Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg og besti bakhrindingamaður í heimi, sjálfur Ólafur Stefánsson. Þegar við fórum var klukkan farin að ganga þrjú og ekkert fararsnið á þeim félögum þrátt fyrir að þeir séu að fara að spila landsleik á móti Pólverjum í Höllinni í kvöld. Þegar við löbbuðum út voru þeir að panta sér nýjan bjór og þeir fengu hann í einhverjum extra stórum glösum. Já það er greinilega ekki mikill metnaður í þessum bakhrindingum en það verður gaman að sjá hvernig þeir félagar standa sig í kvöld.
Í dag var svo gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá Safamýrarstórveldinu. Maðurinn heitir Ion og kemur frá Rúmeníu. Hann hefur undanfarin ár þjálfað með góðum árangri í Færeyjum en á sínum yngri árum spilaði hann fjöldamarga landsleiki fyrir Rúmeníu og var á miðjunni ásamt sjálfum Hagi þannig að eitthvað hlýtur maðurinn að vita um fótbolta.
Á undanförnum dögum hef ég fjöldamargar áskoranir og margir hafa komið að máli við mig. Ég hef bæði fengið áskoranir um að fara aftur að blogga en einnig um að hætta að blogga því að ég sé algjört fífl. En ég er allavega ekkert fífl og því hef ég ákveðið að halda áfram að blogga.
Menn dagsins eru hins vegar herra Stift og Bogdan Kowalczyk.
Later en munið það að ég er metrósexual.