30.6.03

Myndir
Myndir af tjokkóklippingunni minni má nálgast hér.
Endilega segið hvað ykkur finnst.

27.6.03

Hann er tjokkó, tekur trylltan dans...
Ég tók áskoruninni og fór í klippingu í dag. Gosi klippti en Bjarni Þór var stílisti. Fíflagangurinn og vitleysan fóru út í öfgar og ég endaði hálfljóshærður með vægast sagt athyglisverða hárgreiðslu. Menn eru að tala um að ég verði að halda þessari klippingu í mánuð en ég efast um að ég haldi það út. Nú er allavega komið að því að Andri Fannar skeini Viðari.
Á MSN Today stendur: "Bad Sports Hair Hall of Fame:
Beckham, Agassi & others flagrantly violate all rules of good taste
". Spurning hvort að nafn mitt á ekki heima á meðal þessara nafna, ég held það bara.
Þetta er nú meira ruglið.
Nei bloggið er ekki dautt kallinn minn
Ekki hélduð þið að bloggið væri dautt? Ég er eins og Bubbi Morthens, hætti aldrei að blogga.
Já í gær var gaman því við Framarar unnum okkar fyrsta sigur í sumar. Naumur sigur vannst á hafnfirskum fimleikadrengjum. Kristján Brooks kom inn á fyrir mig og skoraði tvö mörk sem tryggðu sigurinn og fyrir vikið lít ég ansi illa út en hverjum er ekki skítsama. Brooksinn er núna markahæsti svarti leikmaður deildarinnar.
Menn hafa verið að fetta fingur út í hjálminn góða að undanförnu og ef ég á að segja alveg eins og er þá er mér farið að líða frekar illa með allt þetta hár á hausnum, það er svo helvíti heitt sjáðu. Félagar mínir í Fram hafa því skorað á mig. Áskorunin er sú að ég fari í klippingu og fái hina verstu tjokkóklippingu (stundum verið nefnd Ryan Seacrest-klippingin). Ákvörðun hefur verið tekin um að ég fari í fylgd nokkurra góðra manna eftir vinnu á morgun á hárgreiðslustofuna Monroe og verði þar klipptur af honum Gosa. Menn hafa lagt dágóða fúlgu í púkk og gaman verður að sjá hver útkoman verður.
Í dag gerðist sorglegur og alveg hreint stórundarlegur atburður í álfukeppninni í fótbolta. Marc Vivien Foe, leikmaður Kamerún, hneig niður á miðjum vellinum og lést, talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. Það verður að segjast eins og er að þetta var frekar skuggalegt að sjá.
Í kvöld fór svo fram keilumót bækistöðvar Breiðholts. Mætt voru Bjarni, Haukur, Óli, Inda, Heiða, Sandra og Jóna auk mín. Við strákarnir fórum hægt af stað sem veitti stelpunum ómælda ánægju þar sem þær sáu fram á að hefna fyrir ófarir sínar frá því í pool-mótinu um daginn. Síðan sögðum við bara "Nei, nei hér, nú er nóg komið!" og settum í gírinn. Fellurnar fóru að detta inn hver af annarri. Úrslitin þurftu ekki að koma á óvart en Hagnaðurinn sigraði nokkuð örugglega (samsæri *helvítis* *djöfulsins* *helvítis*) og ég hafnaði í öðru sæti en það er einmitt sama röð og varð í pool-mótinu. Næst verður keppt í pílukasti, það verður athyglistvert. Hagnaðurinn verður sennilega ekki með og því mun ég sigra.
Stefnt er að sumarbústaðarferð í Þjórsárdalinn fyrstu helgina í júlí. Ég virðist vera eini maðurinn sem sé ekki fram á að komast, það eru hreinlega allir að fara að mæta, spurning hvort maður nennir að keyra á laugardeginum, og keyra svo einn aftur í bæinn um kvöldið. Kemur í ljós. Eigum við að koma í ljós? Fyrst að ég verð orðinn Ryan Seacrest á morgun þá er það kannski ekki svo vitlaus hugmynd.
Set Later á þetta.

24.6.03

Er bloggið dautt?
Maður veit aldrei...

18.6.03

Flaggað í hálfa
Dagurinn í dag er sorgardagur. David Beckham hefur verið seldur frá Manchester United til Real Madrid fyrir litlar 25 milljónir punda. Eitt er víst og það er að nýji forsetinn hjá Barcelona, Juan Laporta, verður að öllum líkindum drepinn við fyrsta tækifæri af stuðningsmönnum liðsins. En hvern fáum við Unitedmenn í staðinn fyrir Beckham? Það nýjasta er að Geremi sé á leiðinni fyrir 9 milljónir punda. Er það ekki bara rugl? Þurfum við fleiri menn? Við höfum jú Phil Neville.

16.6.03

ÍBV - FRAM frestað
Leik okkar Framara gegn ÍBV sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn á að fara fram á morgun og gefur það okkur tækifæri til að eyðileggja enn eina þjóðhátíðina fyrir eyjamönnum.

Ég var að skoða stöðuna í Ramleague núna rétt í þessu í fyrsta skipti í langan tíma og það gleður mig að sjá að ég hef tekið nokkuð góða forystu. Heildarstaðan er þessi:
Ramleague
1. Buffhrúturinn Daði 44
2. atli_is Atli 40
3. Stebbig Stefán Gunnar 39
4. Steiktihrútur Arnþór Jón 37
5. kolbeinntumi Kolbeinn Tumi 36
6. Sódastrímtæki Viðar 31
7. Euler Sigrún Helga 29
8. svartisauður Gústaf 17
9. Ungverjinn Eggert 16

Já og eitt enn á meðan ég man, djöfull vorum við Kondíbílinn flott í heimildarmyndinni um MR í sjónvarpinu í gær. Takk, takk.

15.6.03

Tilgangur lífsins
Hver er tilgangur lífsins?
Að lifa áfram í grámyglu hversdagsleikans,
láta lítið fyrir mér fara í hverfulum alheimi.

12.6.03

Þrefalt dúbbl í horn!
Í kvöld fór fram Flokksstjóramót í Pool. Mættir voru til leiks flestir flokksstjórarnir af bækistöð Breiðholts. Aðeins Óli og Bjarni Þór mættu ekki til leiks en staðgengill Bjarna var flokkstjóri af gamla skólanum, bankarottan Viddi Keðja Guðjónsson. Fyrirfram var Sandra Kortsnoj talin sigurstranglegust enda atvinnumaður þar á ferð. Kortsnoj hefði þó betur sparað stóru orðin því árangur hennar var minni en vonir stóðu til (hún vann mig að vísu sem telst mjög gott). Haukur Hagnaður kom sterkur til leiks og svo fór að lokum að hann sigraði Meistarann (mig) örugglega í grand finale. Lokastaðan í mótinu varð eftirfarandi:
1. Haukur Hagnaður
2. Meistarinn (Ég)
3. Viðar Keðja (staðgengill Bjarna Þórs)
4. Jóna
5. Heiða
6. Sandra Kortsnoj
7. Inda
Athygli vekur ákveðið mynstur í lokastöðunni en það er að karlkyns flokkstjórar sýndu og sönnuðu yfirburði sína og höfnuðu í þremur efstu sætunum. Einnig vekur það athygli að Kortsnoj náði aðeins 5. sæti, gífurleg vonbrigði. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og stefnt er að því að keppa næst í keilu en talsverðar líkur eru taldar á því að karlpeningurinn vinni þar einnig öruggan sigur.
Síðan er bara vinna á laugardaginn, mikil stemning það. Yfirvinnukaup og fullt af monningum.

Enn er ekki kominn nýr þjálfari en hann verður víst tilkynntur á morgun. Þjálfarinn tilvonandi mun mæta á leikinn gegn ÍR í Breiðholtinu á morgun með poka yfir hausnum. Hann mun svo koma inn í klefa eftir leikinn þar sem við leikmenn munum fara í leikinn hver er maðurinn og giska á hver hauspokamaðurinn er. Það er hins vegar nokkuð ljóst að við Framarar verðum að bretta upp ermarnar og sigra Gauta, Viðar, Óskar Alfreðs og félaga. Vonandi verður Viðar í markinu því að mér telst til að ég hafi skorað á móti honum í öllum leikjum sem við höfum spilað nema einum (og leikirnir eru ófáir í gegnum árin). Frændi minn og skólafélagi, Tómas Oddur Hrafnsson, er því miður meiddur en það þarf ekki að koma neinum á óvart. Krafan er sigur á heimavelli mínum í Breiðholtinu.

Eru menn að tala um Þjóðhátíð?

11.6.03

Ísland á EM!
Þetta er búinn að vera nokkuð góður dagur. Veðrið var náttúrulega algjör snilld og því var fínt í vinnunni. Eftir klukkan 3 skemmti ég mér reyndar alveg frábærlega í vinnunni enda var ég að vinna með Ólafi Páli Gunnarssyni sem fór hreinlega á kostum. Ísland vann síðan Litháen 3-0, hver hefði trúað því? Íslendingar léku bara nokkuð vel, mörkin voru snilld og sigurinn sanngjarn. Eftir þennan sigur má segja að Ísland eigi raunhæfa möguleika á að tryggja sér 2. sæti riðilsins og í framhaldinu hugsanlega sæti á EM í Portúgal en við skulum þó ekki tapa okkur í bjartsýninni. Ég horfði á leikinn heima hjá Svíanum og síðan fórum við Steiktihrútur á Ölver og horfðum á Færeyjar - Þýskaland. Það var mesti einstefnuleikur sem ég nokkurn tíma séð og hreint ótrúlegt að Þjóðverjar skyldu ekki skora fyrr en á síðustu mínútu leiksins, slíkir voru yfirburðirnir. Það hefði verið mesta snilldin ef Færeyingarnir hefðu getað hangið á jafnteflinu því þá hefðu Íslendingar haldið efsta sæti riðilsins lengur en í tvo tíma.

Á laugardaginn fór fram einvígi Hrútanna og lókanna, Ramdick Open 2003. Lókarnir sigruðu í golfinu, Hrútarnir rústuðu fótboltanum en lókarnir tryggðu sér síðan sigur með minnsta mögulega mun eftir æsispennandi drykkjukeppni þar sem Svíinn fór á kostum (sem dugði því miður ekki til). Þetta var stórskemmtilegt einvígi og ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði í skemmtanalífi landsmanna. Hrútarnir sjá fram á auðveldan sigur að ári enda verða þá komnir til leiks Hrútar sem voru fjarri góðu gamni að þessu sinni í drykkjukeppninni, má þar nefna Ungverjahrútinn og Lagargardínurhrútinn en þeir koma að öllum líkindum til með að styrkja Hrútana til muna. Þess ber að geta að fugl nokkur skeit á hausinn á Bensalók á 2. holu og þótti það fyndið mjög. Já, já.

Maður er bara búinn að fá allar einkunnirnar og má segja að ég hafi rúllað þessu upp að hætti Lingans. Tvö sumarpróf eru þó framundan en það er bara stemning.

Ekkert er títt í þjálfaramálum okkar Framara en líklegt er að viðræður hefjist við Loga landsliðsþjálfara Ólafsson á morgun. Lárus Grétarsson, markahæsti leikmaður færeysku deildarinnar 1985, hefur stjórnað æfingum undanfarið og staðið sig með prýði. Æfingarnar hafa verið mjög fínar og ef Logi tekur starfið ekki að sér mætti alveg gefa Lallanum tækifærið. Við verðum allavega að fara að fá þjálfara fljótlega. Hver á t.d. að velja liðið á móti ÍR á föstudaginn? Binni eða stjórnin? Það yrði nú meiri steypan. Ég segi nú bara later á það.

Mér skilst að annað kvöld verði haldið flokksstjóramót í Pool á Players. Átta frambærilegir flokkstjórar úr Breiðholtsbækistöð eru skráðir til leiks. Einn atvinnumaður, Sandra nokkur, er í hópnum og verður hún að teljast nokkuð sigurstrangleg en ég mun gera mitt besta og að öllum líkindum skjóta Hagnaðinum (eða rauðhærða dvergnum eins og hann er kallaður) ref fyrir rass.

Buffhrúturinn aka Meistarinn aka Death 17 the evil harconian setur L í bili.

2.6.03

Ég er með sítt að aftan
Sælar sælar, það er Buffhrúturinn sem heilsar ykkur að kvöldi miðvikudagsins 2. júní.
Stemningin er mikil og nú styttist óðum í hið fyrsta árlega einvígi Hrútanna og Lókanna, Ramdick Open 2003. Einvígið fer fram 7. júní og stendur yfir frá morgni til kvölds. Dagurinn verður tekinn snemma og fyrsta keppnisgrein dagsins er golf. Alls verður keppt í fimm greinum. Að golfinu loknu munu Hrútarnir og Lókarnir fjölmenna í Laugardalinn á landsleik Íslands og Færeyja. Eftir leikinn etja svo Hrútarnir og Lókarnir sjálfir kappi í fótbolta. Þriðja keppnisgreinin er skák og keppt verður í áfengisdrykkju um kvöldið í afmæli Þórólfs Nielsen aka Dolla Lóks. Enn liggur ekki ljóst fyrir hver fimmta og síðasta keppnisgreinin verður (hugmyndir vel þegnar) en líklegt þykir að keppt verði í samanburði. Hlutlaus og utanaðkomandi dómari yrði þá fenginn til að meta keppendur (hugsanlega Megas). Allavega þá er ljóst að stemningin verður mögnuð á laugardaginn og að Hrútarnir koma til með að hlæja að Lókunum og rusla þeim upp.

Á morgun fer fram öllu ómerkilegri keppni en þá etjum við Framarar kappi við Skagageðsjúklingana í Laugardalnum. Gengi okkar hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarið en Haukur Hagnaður hefur stigið fram fyrir skjöldu og bent á lausnir á vandamálinu. Hagnaðurinn hefur bent á lausnir í skeleggum pistlum sínum á spjallsíðu Fram og hver veit nema að við fáum að sjá einhverjar tillagna hans verða að veruleika á morgun. En í mínum huga þá verðum við að gera þetta sjálfir, það gerir þetta enginn fyrir okkur...og BERJAST!!!
Það eru bjartari tímar framundan og gaman að vera til.

Ég fór í bíó um daginn með Snjósunni, Arnie og Gústa (ekki Púst) á Identity. Ræman var nokkuð góð fannst fólki og ég mæli með henni. Að bíóferðinni lokinni kíktum við til Karenar en þar var Ungverjinn staddur. Heilsað var upp á kallinn og hann boðinn velkominn heim. Velkominn heim kall!

Skólinn og vinnan bla bla bla. Já það er gaman í vinnunni. Eitthvað eru einkunnirnar samt lengi að skila sér til mín. Ég er bara búinn að fá tvær einkunnir og útkoman var vel ásættanleg og jafnvel framar vonum. Svíinn virðist vera að toppa á réttum tíma og fær hverja snilldareinkunnina á fætur annarri og ber að fagna því. Annars er það Hannes Hommsteinn sem er að klúðra sínum málum með því að vera ekki búinn að skila af sér einkunnum. Hann er kannski upptekinn við að gæða sér á kakói í Brasilíu eða í rómantískri ferð með Þór Jósefs, hver veit.

Já já hér og sei sei sei. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Einn maður í hópnum mínum í vinnunni, Tómas Padjak, verður að öllum líkindum í gettubetur-liði MR á næsta ári vegna þess að einn gauranna úr liðinu féll á árinu...HALLÓ!!! Hvað er það?

En það er gaman að þessu. Setjum L hér.

Eitt að lokum. Ég gleymdi alltaf að setja link á Skotahrútinn hann Tuma sem er byrjaður að blogga. Skotinn var reyndar mjög vantrúaður á að vissir menn myndu endast lengi í blogginu þannig að gaman verður að sjá hversu lengi hann heldur þetta út strákurinn. Reyndar var hann ekki búinn að blogga nema í örfáa daga er hann gafst upp og lét Martin nokkrum lyklaborð sitt í té. Skotinn virðist ætla að halda úti umfjöllun um ýmis konar íþróttaviðburði og er það vel, segggðu. There's only one Colin Campbell! Classic!

L á þetta!