29.11.05

Mikil gleði
Það gladdi mig óstjórnlega þegar ég heyrði í fréttum í dag að íþróttafréttamaðurinn Björn Friðrik Brynjólfsson hefði verið ráðinn aðstoðarmaður nýs sjávarútvegsráðherra. Maður losnar þá við smettið á honum af skjánum í bili allavega. Ég trúi því að ég sé ekki einn um að hafa vanþóknun á manninum. Tjáið ykkur gjarnan.

28.11.05

Ég sló tún - hef slegið fjandans nóg!
Var að koma heim af einhverjum mögnuðustu tónleikum sem ég hef farið á. Jú ég er að tala um tónleika Sigurrósar í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 27. nóvember 2005.
Strengjakvartettinn Amina (veit einhver hvert enska orðið fyrir stólpípu er?) sem hóf tónleikana og hitaði upp fyrir Sigurrósardrengi. Full artí fannst mér, allavega til að byrja með, en eftir því sem leið á varð ég sáttari og síðasta lagið þeirra var hresst. Gert var hlé og Hagnaðurinn spurði mig hver eftirvæntingarstuðullinn væri á skalanum 1-100. Ég var nokkuð rólegur og tippaði á 67. Hagnaðurinn var hins vegar að missa sig og nálgaðist hundraðið.
Upp úr klukkan 2100 stigu svo Sigurrósarmenn á svið og veislan byrjaði strax. Þeir byrjuðu af krafti og ollu sko engum vonbrigðum. Ágætis byrjun hjá strákunum sem gaf manni von um það sem koma skildi. Ég hallaði mér fram í sætinu og var dolfallinn. Sigurrósardrengir tóku flest sín þekktustu og bestu lög og náðu nokkrum hápunktum eins og til dæmis í hinu magnaða hoppípolla. Jónsi þakkaði hæverskur fyrir sig að loknu hverju lagi og var gaman að því. Svo fór að nálgast lokin og fólk var að tala um að það þýddi ekkert að vera að klappa strákana upp því þeir tækju aldrei aukalög. Þeir voru hins vegar klappaðir tvisvar upp og í raun má segja að þá hafi tónleikarnir náð hámarki sínu. Þvílíkur kraftur!!! Áhorfendur risu úr sætum og fögnuðu ógurlega. Áhorfendur voru gríðarsáttir við Sigurrós og Sigurrós var gríðarsátt við áhorfendur. Að loknum tónleikunum skorti fólk orð til að lýsa hrifningu sinni en þá er alltaf gott að geta leitað í smiðju Gumma Torfa og segja "svona er þetta bara".
Þetta var hið mesta sjónarspil og veisla fyrir augu jafn sem eyru. En nú er ég kominn heim og sáttur halla nú höfði hér. Takk!

24.11.05

What is love?
Arnþór benti mér á þetta skemmtilega videó áðan. Góð upphitun fyrir þá sem ætla að kíkja á William Hung í Smáralindinni á eftir.

18.11.05

Keane Hættur!!!
Hvað er í gangi??? Samkvæmt nýjustu fréttum er Roy Keane hættur hjá United, kóngurinn hefur kastað krúninni, búinn að setja later á þetta. Ég neita að trúa þessu. Ætli hann fari ekki bara í Fylki? Maður spyr sig. En hvernig sem þetta fer þá höfum við Fletcherinn.

6.11.05

1-0
Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher! Fletcher!

4.11.05


BENSÍN Á 88 KRÓNUR!!!
Ég var að koma heim úr skólanum og keyrði þá framhjá ESSO í Skógarseli eins og svo oft áður. Varð mér litið á verðskiltið og sýndist mér standa að 95 okt bensínlítrinn kostaði 88 krónur. Ég trúði ekki mínum eigin augum og sneri því við til að kanna málið betur. En ég reyndist hafa séð rétt og fyllti ég því tankinn á kvikindinu. Ég spurði bensíntittinn hverju þessi skyndilega verðlækkun sætti. Hann virtist nú ekki alveg vera með þetta á hreinu og taldi að um einhver mistök hlyti að vera að ræða. Hann hafði heyrt af því að bensínið hefði átt að lækka um 10 krónur en sennilega fyrir mistök hefði það verið lækkað um 20 krónur. Ég vil því hvetja alla að drífa sig niður á ESSO og nýta tækifærið á meðan það gefst.
Þess má geta að að í mörg ár var ég dyggur viðskiptamaður ESSO en eftir að upp komst endanlega um ólöglegt samráð olíufélaganna ákvað ég að sniðganga það ágæta fyrirtæki og beina viðskiptum mínum til Atlantsolíu, einkum eftir að þeir opnuðu á Sprengisandi. Verði hins vegar áframhald á þessu hjá ESSO mun ég íhuga alvarlega að fara að versla við þá reglulega á nýjan leik.
Þetta var neytendahorn Buffhrútarins.