4.11.05


BENSÍN Á 88 KRÓNUR!!!
Ég var að koma heim úr skólanum og keyrði þá framhjá ESSO í Skógarseli eins og svo oft áður. Varð mér litið á verðskiltið og sýndist mér standa að 95 okt bensínlítrinn kostaði 88 krónur. Ég trúði ekki mínum eigin augum og sneri því við til að kanna málið betur. En ég reyndist hafa séð rétt og fyllti ég því tankinn á kvikindinu. Ég spurði bensíntittinn hverju þessi skyndilega verðlækkun sætti. Hann virtist nú ekki alveg vera með þetta á hreinu og taldi að um einhver mistök hlyti að vera að ræða. Hann hafði heyrt af því að bensínið hefði átt að lækka um 10 krónur en sennilega fyrir mistök hefði það verið lækkað um 20 krónur. Ég vil því hvetja alla að drífa sig niður á ESSO og nýta tækifærið á meðan það gefst.
Þess má geta að að í mörg ár var ég dyggur viðskiptamaður ESSO en eftir að upp komst endanlega um ólöglegt samráð olíufélaganna ákvað ég að sniðganga það ágæta fyrirtæki og beina viðskiptum mínum til Atlantsolíu, einkum eftir að þeir opnuðu á Sprengisandi. Verði hins vegar áframhald á þessu hjá ESSO mun ég íhuga alvarlega að fara að versla við þá reglulega á nýjan leik.
Þetta var neytendahorn Buffhrútarins.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að fylla bílinn í gær á 108,8 kr líterinn FUCCCCKK!!!!!
Stiftamtmaðurinn

04 nóvember, 2005 16:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Upprisa!!!
http://litlutyppalingarnirykkar.blogspot.com/

04 nóvember, 2005 16:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var skammgóður vermir og of gott til að geta verið satt. Þegar ég keyrði aftur framhjá klukkutíma seinna var verðið orðið 108 krónur.

05 nóvember, 2005 10:56  

Skrifa ummæli

<< Home