29.11.05

Mikil gleði
Það gladdi mig óstjórnlega þegar ég heyrði í fréttum í dag að íþróttafréttamaðurinn Björn Friðrik Brynjólfsson hefði verið ráðinn aðstoðarmaður nýs sjávarútvegsráðherra. Maður losnar þá við smettið á honum af skjánum í bili allavega. Ég trúi því að ég sé ekki einn um að hafa vanþóknun á manninum. Tjáið ykkur gjarnan.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að Sjálfstæðisflokkurinn mun hrynja - smitaðir af hálfvitaskap Framsóknarflokksins. Hvor flokkurinn ætli ráði Meistara Jakob sem næsta aðstoðarmann ráðherra?

30 nóvember, 2005 16:34  
Blogger G-Sus said...

Hei, gaur! Seinasta setningin hjá þér minnti mig óneitanlega á hann Gamla sem kenndi okkur sögu í 4. bekk MR. Gamli þekktur undir nafninu Haukur.
Varstu að reyna þetta, eða hefur skeggið gert þig svona gamlan?

30 nóvember, 2005 23:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var með ráðum gert. Hann var mér ofarlega í huga á þessum tímapunkti þar sem ég er að læra fyrir próf í réttarsögu og minnir það mig gjarnan á Hauk hinn gamla. Gjarnan.

01 desember, 2005 15:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko mig!

01 desember, 2005 21:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég lýsi frati á þessa færslu. Björn Friðrik er ágætur, alls ekki sá versti. Ertu kannski að gleyma Samúel Erni, Gaupa, Hödd Magg. o.fl.?

05 febrúar, 2006 23:09  

Skrifa ummæli

<< Home