26.3.04

Samkynhneigð
Fyrir stundu varð atvik í rúmi mínu er lyktaði af samkynhneigð (ásamt annars konar lyktum). Þannig er mál með vexti að ég sat við skrifborð mitt í mestu makindum, nýbúinn að pakka fyrir Spánarferðina og tilbúinn að hefjast handa við að skrifa ritgerð sem ég þarf helst að klára fyrir brottför (sem er á morgun). Ég átti mér einskis ills von þegar félagar mínir tveir, lífsförunautarnir Keðjan og Stiftamtmaðurinn knúðu dyra. Ég hleypti þeim inn úr bylnum og inn í auðmjúkar vistarverur mínar. En þá gerðist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Þeir félagarnir tóku að afklæðast af miklu kappi og ég vissi ekki fyrr en þeir stóðu á nærbuxunum einum fata á gólfinu fyrir framan mig. Þeir biðu ekki boðanna heldur skelltu sér upp í rúmið mitt og undir sæng. Þarna lágu þeir svo eins og ekkert væri sjálfsagðara og ráku við eins og þeirra er von og vísa. Þeir báðu mig að sækja um vinnu hjá Kastró fyrir þá á netinu og ég þorði ekki öðru en að hlýða enda aldrei að vita hverju þessir vitleysingar tækju upp á annars.
Ég er sem sagt að fara til Spánar á morgun, á eftir að skrifa ritgerð og þarf að deila herbergi í viku með öðrum þessara samkynhneigðu manna sem áðan saurguðu rúm mitt með illa þefjandi líkömum sínum.
Að lokum má taka það fram að Keðjan og Stiftið gerðu fyrir nokkrum árum með sér samning þess efnis að verði þeir ekki búnir að ganga í hjónaband þegar fertugasta aldursári er náð muni þeir kvænast hvor öðrum. Ég get ekki séð að neitt komi í veg fyrir það úr þessu.

25.3.04

Köttur í bóli bjarnar
Hvað er málið með köttinn á Þjóðarbókhlöðunni???

24.3.04

Pixies!
Í morgun tryggði ég mér miða á Pixies í Kaplakrika 26. maí og er ég frekar sáttur.
Partýið góða
Á laugardaginn var haldið partý á Ölveri. Ég var í því partýi ásamt mörgu góðu fólki. Partý þetta var til styrktar okkur Frömurum og við því látnir gera alls konar vitleysu í fjáröflunarskyni. Fyrst var haldin spurningakeppni milli leikmanna og stjórnarmanna. Í liði leikmanna vorum ég, Raggi Árna og Viddi Keðja. Skemmst er frá því að segja að við unnum öruggan og frekar niðurlægjandi sigur á misgreindu liði stjórnarmanna sem var skipað þeim Binna, Finni og Adda Add. Einn af hápunktum kvöldsins var svo þegar Viðar var fenginn á svið til að segja söguna af því þegar Gummi Torfa útskýrði fyrir honum hinn heilaga sannleik og tilgang lífsins, þ.e. að skíta í hádeginu. Næst á dagskránni var Karaoke-keppni sem gekk þannig fyrir sig að fólk borgaði pening fyrir það að sjá leikmenn stíga á svið (Gústi) og syngja lög sem fólkið valdi. Mínir svokölluðu vinir, Ljóti og Gyðingurinn, létu fé af hendi rakna og í staðinn "flutti" ég lagi? Gangstas Paradise sem Coolio kallinn gerði frægt hér um árið. "Söngur" minn var frekar vafasamur en ég komst þó betur frá mínu þó ég segi sjálfur frá en þeir félagar Helgi Ólafur og Bjarni Hólm sem voru vægast sagt skelfilegir.
Ég fékk hins vegar uppreisn æru í lok kvöldsins þegar hið fallega tríó sem skipað var sjálfum mér, Viðari og Andra Fannari sló í gegn. Við fluttum hið frábæra lag "Stöngin inn" í okkar útsetningu á órafmagnaðan hátt. Jón Sigurðsson, 500 kall, hitaði upp fyrir okkur með einhverju BeeGees rauli. 500 kallinn fær þó props fyrir að hafa fengið gyðinginn Atla með sér á dansgólfið. Þegar þeir félagar höfðu lokið sér af var tríóið frábæra kallað á svið. Áhorfendur vissu ekki hverju þeir áttu von á. Þegar fólk áttaði sig á hvað var að gerast og að þetta var history in the making þá ætlaði hreinlega allt vitlaust að verða. Fólk reis úr sætum, hrópaði og kallaði og söng með. Þakið virtist hreinlega ætla af Ölveri. Við vorum klappaðir upp og tókum eitt aukalag æstum múgnum til mikillar ánægju. En að öllu gamni slepptu þá eru menn að tala um að fara með þetta lag í hljóðver enda þykir það öllu hressara en núverandi stuðningsmannalag Fram "Framarar já Framarar, Framarar já Framarar."
Þorvaldur Makan sigraði þá Ómar og Fróða með miklum yfirburðum í dragkeppni og í sannleika sagt fannst mér hann fíla sig hættulega mikið í þessu hlutverki sínu.
Svo var einnig haldið happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar voru í boði. Meðal þess sem var í verðlaun var utanlandsferð fyrir tvo, sími að verðmæti 40.000 kr, málverk að verðmæti 50.000 kr. Frambúningar og landsliðsbúningar og fleira skemmtilegt. Ég keypti fimm miða en gerði mér nú ekki miklar vonir um vinning þar sem ég hef nú sjaldnast unnið í slíkum happdrættum. Það kom mér því þægilega á óvart þegar númerið 217 var lesið upp og ég áttaði mig á að ég var handhafi þess miða. Ég vatt mér upp á svið til að taka á móti utanlandsferðinni minni eða símanum mínum. Gleði mín var hins vegar skammvinn þegar mér var afhent gjafabréf frá SS að upphæð 5.000 kr. Kommon!!! Í eitt skipti vinn ég í happdrætti og hvað fæ ég??? Jú pulsur fyrir 5.000 kall. Andskotinn!!!
En í heildina var þetta hið ágætasta kvöld og við Andri og Viðar urðum sannkallaðar stjörnur á einni nóttu.
Keðjufíflið
Ég mæli með því að fólk kynni sér hina hliðina á Keðjunni. Það má gera hér.

11.3.04

Nú er komið að því!
Laugardaginn 20. mars verður haldið Fram-partý á Ölveri. Partý þetta er haldið til styrktar okkur Frömurum í fótboltanum en við erum að fara í æfingaferð til Spánar núna í lok mars. Miðinn kostar 1000 kall sem er náttúrulega ekki neitt því það fylgir bjór með - ha OX? Já skemmtiatriðin verða heldur ekki af verri endanum því Jón Sigurðsson 500 kall og Idol stjarna mun sýna snilldartakta auk þess sem leikmenn munu sýna færni sína í karaoke. Framtreyjur verða til sölu og ódýr bjór í boði. Stiftamtmaðurinn hefur boðað komu sína og gaman væri að sjá hann og Ox fallast í faðma undir hinum fögru tónum "Stöngin inn".
Áhugasamir geta fengið hjá mér miða.
Strákana út!

8.3.04

Þetta er búið!
Það er mér sönn óánægja að greina frá því að United mætir Arsenal í undanúrslitum bikarsins. Þá er bara að vona að Henry fótbrotni á æfingu einhvern næstu daga. Andskotinn!

3.3.04

Endurkoma
Buffhrúturinn er að koma aftur og þótt fyrr hefði verið. Ég mætti á mína fyrstu fótboltaæfingu í sjö vikur í gær og jafnframt mína fyrstu 2. flokks æfingu í fjögur ár. Það var hressandi mjög en ég fæ þó að mæta með gömlu brýnunum í dag. Eftirvænting í loftinu. Eftirsjá verður þó í Stiftamtmanninum sem hefur því miður ákveðið að leggja skóna á hilluna. Buffhrúturinn vonast þó til að sú ákvörðun sé einungis stundarbrjálæði og Stiftið komi tvíeflt til baka á næstunni.
Talandi um gömul brýni þá á mamma mín afmæli í dag og í gær átti tengdafaðir minn afmæli. Þar eru tvö gömul brýni á ferð sem ég óska til hamingju með afmælin.
Það er eins gott fyrir United-menn að fara að girða sig í brók. Ég er með tvær kippur undir á því að United verji titil sinn. Verði Arsenal meistarar neyðist ég til að gjalda kokkinum Adda tvær kippur bjórs og mun það svíða mjög ef af verður.
Later!