3.3.04

Endurkoma
Buffhrúturinn er að koma aftur og þótt fyrr hefði verið. Ég mætti á mína fyrstu fótboltaæfingu í sjö vikur í gær og jafnframt mína fyrstu 2. flokks æfingu í fjögur ár. Það var hressandi mjög en ég fæ þó að mæta með gömlu brýnunum í dag. Eftirvænting í loftinu. Eftirsjá verður þó í Stiftamtmanninum sem hefur því miður ákveðið að leggja skóna á hilluna. Buffhrúturinn vonast þó til að sú ákvörðun sé einungis stundarbrjálæði og Stiftið komi tvíeflt til baka á næstunni.
Talandi um gömul brýni þá á mamma mín afmæli í dag og í gær átti tengdafaðir minn afmæli. Þar eru tvö gömul brýni á ferð sem ég óska til hamingju með afmælin.
Það er eins gott fyrir United-menn að fara að girða sig í brók. Ég er með tvær kippur undir á því að United verji titil sinn. Verði Arsenal meistarar neyðist ég til að gjalda kokkinum Adda tvær kippur bjórs og mun það svíða mjög ef af verður.
Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home