17.6.05

Gleðilega þjóðhátíð!
Brá mér í bæinn í dag með nokkrum öðlings Hrútum. Gríðarlega heitt var í veðri og man ég vart eftir öðru eins. Mér skilst að þetta sé heitasti þjóðhátíðardagur í sögu lýðveldisins. Hitti nokkra góða menn svo sem Beisa og Kastró.
Sá endursýninguna af Sylvíu Nótt. Þessir þættir eru ein risasteypa en eiga alveg góða spretti. Það var til dæmis nokkuð fyndið þegar hún var að taka viðtal við Geirmund Valtýsson.
Svo spila ég vonandi minn fyrsta leik fyrir Safamýrarstórveldið í sumar á Reyðarfirði á sunnudaginn. Þá eigum við bikarleik við Fjarðabyggð og eins gott að grípa tækifærið þegar það gefst.
Later.

9.6.05

David alltaf hress
Já hann David félagi minn Beckham kom óvænt til landsins í dag. Þannig er mál með vexti að hann hyggst verða viðstaddur tískusýningu nokkra hér í borg ásamt konu sinni Viktoríu. David notaði að sjálfsögðu tækifærið og heilsaði upp á kallinn í kvöld. Þau hjón dvelja á 101 hótel en við David mæltum okkur mót á Jóa Risa, hverfispöbbnum góða hér í Breiðholtinu. Við áttum ánægjulegt spjall og rifjuðum upp gamla góða tíma úr boltanum. Þeir sem vilja berja goðið augum geta kíkt við á æfingu á Fram-vellinum á morgun klukkan 1730 en þar David ætlar að sprikla með strákunum, taka reit og svona. Svo er ekki ólíklegt að hann láti sjá sig verði af Hrútahittingi um helgina. Spurning um að fara að finna Hrútanafn á kallinn? Metróhrútur? Maður spyr sig.